Fimmtudagur 17. desember 2009

Þetta verður nú bara málamyndafærsla ...

... allur dagurinn frá A - Ö búinn að fara í að lesa yfir prófaúrlausnir.  Það mál  er afgreitt núna og hægt að snúa sér að öðru.

Jólapakkarnir, sem eiga að fara til Íslands, sitja sem fastast hér í Uppsala.  Þetta jólastand er alveg ótrúlega tímafrekt, sérstaklega þegar maður hefur ekki tíma til að standa í því.

---

Annars er ég að verða svo lítill jólakarl, alveg leiðinlega lítill ...

... mér finnst jólin rétt nýliðin þegar þau eru komin aftur.  Væri ekki nóg að halda þau bara annað hvert ár?

Ég er eitthvað svo forpokaður að mér finnst jólin alveg hafa glatað tilgangi sínum.  Allir að drepast úr stressi að klára "allt" fyrir jólin og hinn eiginlegi jólaboðskapur er einhvers staðar úti í hafsauga.  Margar vikur eru undirlagðar svo hægt sé að slappa af í 2 - 3 daga ... en svo þegar til kastanna kemur nennir enginn að slappa neitt af ...

... bíóin fyllast á annan í jólum og fólk kvartar yfir því að það sé ekkert að gera, másar yfir að þurfa að fara í leiðinleg jólaboð og yfir að vera "alltaf" að drepast úr seddu ... "mikið langar mig í soðna ýsu og kartöflur", segja menn og konur upp úr hádegi á öðrum degi jóla meðan sporðrennt er fjórðu eða fimmtu kjötmáltíðinni í röð. 

Ég ætla að vona að þessi "jólahundur" hverfi úr mér fljótlega ... þetta er alveg hundfúl afstaða ... ;) ...

---

Guddan braut blað í dag þegar hún klifraði án allra hjálpartækja upp á stofuborðið og dansaði þar af kæti ...

... ég reyndi að koma henni í skilning um að þetta væri nú ekki við hæfi hjá siðuðu fólki og tók hana niður.  Hún var kominn upp á borðið aftur eftir 15 sekúndur ...

Nóttin fer í að finna svar við þessu nýjasta "trikki" dótturinnar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Hahaha, dugleg stelpa. Svo er bara að passa sig að detta ekki á hausinn.
En hvað er málið með þetta jólaóstuð? Vona að þú finnir jólabarnið í þér fjótlega. Mér finnst ég reyndar heyra þetta alltof oft, að fólk spennist upp í eitthvað rosalegt stress yfir jólunum. Vissulega er ansi margt sem manni langar til að gera fyrir jólin en maður verður bara að vera raunsær á þann tíma sem maður hefur og passa sig á að láta ekki kaupmenn og einhverja fúlista stela af sér jólunum. Því auðvitað eru hin raunverulegu jól bara innra með okkur

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 18.12.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Jólabarnið er fundið ... hundinum var fleygt út seinnipartinn ...

Við ætlum ekki að gera "allt" fyrir jólin ... bara hafa gaman ...

Páll Jakob Líndal, 18.12.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband