Þriðjudagur 15. desember 2009 - síðari færsla

Enginn sem ég þekki á afmæli á dag 15. desember ...

... reyndar klikkaði ég allærlega á afmælidegi míns elskulega frænda Stefáns Jóhanns Stefánssonar Jeppesen sem átti afmæli þann 13. desember ...

... var það ekki vegna þess að ég gleymdi blessuðum karlinum.  Skýringin var sú að neyðarástand ríkti á heimilinu þennan dag og hvorki tími né stemmning fyrir blogg ...

Ég ætla hins vegar að bæta úr því á morgun og segja eitthvað fallegt um hann þá.

---

En í síðari færslu dagsins er meiningin að beina athyglinni að GHPL, en hennar ljós hefur lítið skinið síðustu daga, þó vissulega hafi verið ástæða til þess.

Stórkostlegar framfarir hafa orðið hjá blessuðu barninu í síðustu viku.  Má þær framfarir mikið rekja til dvalar hennar á leikskólanum og kannski til þeirrar staðreyndar að hún er orðin eins og hálfs árs.

Klifur.  Þann 10. desember klifraði hún ein og óstudd upp í rúmið.  Ekki lítill áfangi það.  12. desember bætti hún um betur og klifraði upp í sófann. Núna er sófapúðunum fleygt út um öll gólf og djöflast í sófanum eins og morgundagurinn sé enginn.  Sama gildir um rúmið.
Belgingurinn er þó kannski meiri en hæfnin, því sú stutta datt fram af rúminu seinni partinn í dag.  Sem betur fer er rúmið fremur lágt, þannig að skaðinn var lítill, sem enginn.

Í gær klifraði hún upp á kassa en áttaði sig ekki á að kassinn var undir barnastólnum ... þá var erfitt og sorglegt að reyna að rétta úr sér ...

Át.  Borðar eins og hestur.  Það bara snarbreyttist eftir 1,5 ára afmælið um daginn.  Borðar meira að segja á leikskólanum!!  Ótrúlegt!!
Það er líka eins gott ... því hún fór í vigtun síðasta miðvikudag og var þá meðal léttustu eins og hálfs árs barna í hinum vestræna heiminum.  Allavegana miðað við kúrfuna.  Hún hefur reyndar verið þarna megin kúrfunnar frá fæðingu.  Það er nú ekki beint yfirþyngd að fæðast 2,630 kg.  Opinber þyngd þann 9. desember 2009 var 8,815 kg ...

Tal. Talar óheyrilega mikið ... alls konar hljóð ... fæst af því skilst þó.  Engu að síður gengur sífellt betur að gera sig skiljanlega.  Miklar framfarir ...  Eyðir töluverðum tíma í að rífast og skammast við okkur foreldrana, sérstaklega meðan hún hoppar um í stofusófanum(?!?).

---

Í dag snjóaði hér í Uppsala ... svona fyrir alvöru ... hér er myndband af því tilefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ!

         Gman að sjá ömmu og afa stelpuna vaða í snjónum í fyrsta skiftið.

        Bara svona til gamans um afmæli þá á Bjarni Ingvars afmæli í dag.

         Elskum ykkur öll! Vönum bara að þið hafið það sem best.

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband