Þriðjudagur 15. desember 2009 - fyrri færslan í dag

Ég hef fengið þau komment í "prívat pósti" hvort ég hafi eitthvað dottið á höfuðið af því ég eigi það til að vera væminn á þessari bloggsíðu minni ... harðnaglinn hafi ekki verið svona áður ...

... mér finnst þetta skemmtilegar athugasemdir ... og algjörlega réttmætar athugasemdir ...

---

Ég ætla að svara þessu með tveimur dæmum ...

Í fyrrasumar dó góð vinkona fjölskyldunnar eftir erfið veikindi.  Hér er ég að tala um konu sem hafði alla sína tíð alið önn fyrir fjölskyldu minni; afa mínum og ömmu, mömmu og pabba, systkinum mínum, systkinabörnum og börnum þeirra, nú að ógleymdum sjálfum mér.  Hún hringdi nánast daglega í mömmu bara til að heyra í henni hljóðið ... ómetanlegt?  Já.

... hversu oft þakkaði ég henni fyrir þetta allt saman og sagði henni að hún skipti okkur öll grífurlega miklu máli?  Aldrei í lifanda lífi ... ég hafði mig þó í að þakka henni í minningargreininni sem ég skrifaði um hana.  Það var nokkrum dögum of seint!

Í haust fékk frændi minn heilablóðfall.  Við erum að tala um mann sem hefur verið mér gífurlega mikils virði í um 25 ár og verið meðal minna bestu og traustustu vina.  Ómetanlegt? Já.
Honum var vart hugað líf, en verndarengill hans vakti yfir honum og sex vikum síðar reis hann upp á fæturna aftur ...

... hversu oft, fyrir áfallið, þakkaði ég honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig og sagði honum að hann væri meðal minna bestu vina og væri mér ómetanlegur?  Aldrei!  Ekki einu sinni ... á 25 árum!
Þegar ég sá að ég myndi fá annað tækifæri, beið ég ekki boðanna og skrifaði honum bréf.  Karl varð himinlifandi og ég hef frétt það að bréfið fari varla úr augnsýn.

---

Mergurinn málsins er sá að allir, og þá meina ég allir, vilja vita að þeir skipti máli.

Langsamlega flestir gleyma að segja við "liðsfélaga" sína að þeir skipti máli.  Af hverju?

Ég vil vera í hinum hópnum.

Þarf að segja meira?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband