Föstudagsflétta II - 27. nóvember 2009

Þetta er nú búinn að vera meiri gagnavinnsludagurinn ... tölfræði, tölfræði, tölfræði ...

... eða eitthvað í þessa áttina ...

Mér er orðið illt í lærunum af setu dagsins ... mál til komið að hætta núna.

---

Guddan hefur verið dálítið örg í dag.  Lagði sig reyndar milli 5 og 7 ... var hressari á eftir.

Hvarf aftur inn í draumaheiminn upp úr kl. 10.

Þessa dagana er helsta viðfangsefni hennar að standa upp án þess að nota hendurnar ... það reynist stundum erfitt.  Reynir jafnvægi, kraft og skapsmuni.  Mest á það síðastnefna ...

---

Sá í fréttunum í dag að Dubai, stærsta borg Sameinuðu arabísku furstadæmanna, er sennilega að lenda í fjárhagskröggum.
Þegar við Lauga vorum þar í febrúar 2008, spáðum við því að þetta "system" þarna, myndi mjög fljótlega byrja að molna innan frá ...  

Maður er því ekki gapandi nú af undrun ... mikilmennskubrjálæðið að gera útaf við snillingana á þeim bænum ...


Lauga á Jumeirah-ströndinni í Dubai.  Í baksýn er eina sjö stjörnu hótelið í heiminum, Burj al Arab.  Ódýrasta herbergið á þeim bænum er um 130.000 kall/nóttin.

Dubai-ingar mega þó eiga það að þeir eiga besta flugfélag sem ég hef flogið með ... Etihad Airways ... sem var bara fremur ódýrt þegar ég flaug með því síðast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband