Kiama, GBR og dagurinn í dag

Jæja, þá kemur seinni hlutinn af Kiama-ferðinni ... til að sjá hann skal "klikkað" með bendlinum hérna.
Eitthvað hefur borið á því að fólk hefur ekki skilið hvernig á eiginlega að horfa á myndböndin ...

... það skal tekið fram hér að slík aðgerð er mjög auðveld, bara fara með bendilinn á orðið "hérna" sem er litað blátt og er undirstrikað og smella á það.  Þá ætti vefsíðan www.flickr.com að opnast og þá er bara smellt á myndina, einu sinni eða tvisvar og þá ætti hún í öllu falli að byrja að rúlla af stað ... mjög einfalt ...

Nú styttist allverulega í ferð okkar til Great Barrier Reef, lagt verður í 'ann á mánudaginn ... man ekki klukkan hvenær ... það verður fínt.
Vorum sem betur fer löngu búin að kaupa þessa ferð, en þó er einn galli á gjöf Njarðar ... við erum ekki búin að kaupa neinar skemmtiferðir þarna norðurfrá.  Þá er ég að tala um siglingar út á kóralrifin, snorkl og köfun.  Þær ferðir munu því vera dýrari en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir ... en það er bara betra. 

Í dag skrapp ég til Campelltown, til að hitta Jonathan og Mike, en það eru drengirnir sem eru að hjálpa mér með sýndarveruleikann.  Þeir eru að vinna að því að koma módelinu mínu, sem ég gerði í SketchUp yfir í forrit sem heitir CryEngine2 Sandbox.  Þegar því verður lokið verður hægt að hlaupa um módelið mitt eins og gert er í tölvuleikjum. 
Þar sem um er að ræða nokkuð brautryðjendastarf tekur það félagana nokkurn tíma að finna út úr þessu en vonast er til að þeir verði langt komnir með þetta eftir viku.  Ég stefni því á að keyra fyrstu rannsóknina mína bara eins fljótt og auðið er ...

Ég ætlaði að henda inn mynd af módelinu mínu en sé að ég hef gleymt USB-lyklinum mínum niður frá þannig að ég ekki ekki sýnt neinar myndir að þessu sinni.

Eftir ferðina til Campbelltown fór ég beint niður í skóla, þar sem ég bjó til einn póster fyrir ráðstefnu sem verður í skólanum eftir 3 vikur.  Það var fremur létt verk og löðurmannlegt ... var kominn heim upp úr klukkan 20.30 í kvöld.

Mæðgurnar hafa verið að gera einhver ósköpin í dag ... en ég veit eiginlega ekkert hvað það er ... þær eru báðar sofnaðar og ég sjálfur alveg að sofna ...

Læt þetta duga ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband