Matarboð, sprautur, pakki og sólgleraugu

Í kvöld sofnaði dóttirin upp á þaki ...

Já, við vorum í matarboði hjá Nick og Rosu í kvöld og færðu þau herlegheitin upp á þak.  Í boðinu var margt góðra manna, já og kvenna, og fínasta stemmning.  Boðið var upp á "fish & chips", grískt salat, "subbusalat", brauð og smjör.  Í eftirrétt var svo súkkulaði-jarðaberja-avokato blanda sem bragðast mjög vel.

Matarboð á þakinu by you.
A great dinner at Nick & Rosa´s roof top.

Þægilegur hiti var og útsýnið ekki amalegt ...

Sydney séð frá þakinu hjá Nick og Rosu by you.
The view from the roof top ... pretty awesome?!

Svo átti ég alltaf eftir að nefna matarboðið sem við fórum til Nathalie og Eric síðasta föstudag.  Þau búa í Mosman, sem er í norðurhluta borgarinnar.  Þau eru bæði með dellu fyrir að elda, raunar er slagurinn á milli þeirra stundum svo mikill að þau hætta snemma í vinnunni til að vera á undan heim til að geta eldað. 
En fyrir þá sem það ekki vita er Nathlie, skólasystir mín og hefur gífurlegan áhuga á "waste management", það eru hennar ær og kýr.  Hún talar sex tungumál og það besta er að hún hálfpartinn skammast sín fyrir að segja fólki það ... ?!?!

P1000164 by you.
Það fór vel á með þeim Sydney og Nathalie
Nathalie and Sydney are very good friends ...

Hér er mynd af henni og Eric.

Nathlie & Eric by you.
Nathalie & Eric

Annað kvöld heldur veislan svo áfram, því þá hefur Donna skólasystir mín boðið í afmæli ... hún er víst þrítug.  Alsendis óvíst er hvort sjálf Sydney Houdini muni mæta í þangað, því hún er að fara að hitta lækninn og fá tvær sprautur til að hressa ónæmiskerfið svolítið við.  Nánar tiltekið þá eru það sprauta við lifrarbólgu B og "almenn barnaveikisprauta, sambland af ýmsu", eins og hjúkrunarfræðingurinn á heimilinu orðar það.  Hætta er á að slíkt geti leitt af sér hitavellu og slæmt skap ... best er því að vera heima.

Við fengum í vikunni pakka frá Huldu systur og Mugga.  Frábær pakki!!  Alltaf gaman að fá pakka!!

Sydney með sólhattinn frá Huldu by you.
Hér er einkadóttirin með þennan líka frábæra sólhatt frá Huldu frænku og kringlu frá Mugga.
Sydney with a great hat from auntie Hulda and a rattle(?!) from uncle Muggi

Og af því við erum að fara til Cairns og út á Great Barrier Reef í næstu viku, keypti Lauga sólgleraugu og mjög barðastóran appelsínugulan hatt ... eins og svo oft áður er sjón sögu ríkari ...

P1000270 by you.
Sydney is ready to go to the Great Barrier Reef next week!!

Og ein að lokum af því þegar Gudda Lín fékk drykkjarkollu frá móður sinni ... greinilega mjög merkilegt fyrirbæri!!

IMG_8680 by you.
Cross-eyed Sydney holding her new drinking can

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær mynd af Guðrúnu með nýju könnuna sína! Alveg rangeygð af forvitni.. vonandi verður hún jafn kát með að drekka úr henni og að skoða hana í krók og kring. Krossa fingur Lauga...

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:33

2 identicon

Mikið ertu sæt elsku frænka mín :*

hehehe.. hlakka til að hitta þig!

Steina Vala (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband