23. september 2008

Héðan frá Sydney er allt gott að frétta ...

Lauga býr sig þessa dagana að kappi undir próf sem verður haldið í fyrramálið.  Þetta er próf í líffæra- og lífeðlisfræði og hluti af nuddnáminu sem hún er taka.
Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að hún mun að sjálfsögðu rúlla prófinu upp ...

Sydney Houdini leikur við hvern sinn fingur.  "Setuæðið" sem ég greindi frá fyrir nokkru, lifir enn góðu lífi.  Það er eiginlega bara þannig að hún þverneitar að liggja útaf nema hún sé sofandi.
Ég hef verið að reyna að koma henni í skilning um það að hún geti ekki ætlast til þess að fullorðin manneskja, sem hefur nóg fyrir stafni, geri ekkert annað en að sitja við hlið hennar og passa að hún velti ekki út á hlið ...

... dóttirin hefur virt þessa ábendingu mína að vettugi ... fullkomlega!

Sjálfur er ég ennþá að basla við þennan blessaða sýndarveruleika, sem ég vona að fari nú að taka einhvern enda.  Mér finnst þetta vera að verða ágætt af tölvuvinnu og langar til að fara að snúa mér að því sem ég raunverulega hef áhuga á, en það er að finna út hvaða áhrif borgarumhverfi hefur á heilsufar fólks.

Annars verð ég að segja frá því að ég fór á fyrirlestur síðasta föstudag og fjallaði hann um "waste management".  Á íslensku myndi það sennilega útleggjast sem "fyrirkomulag og stjórnun sorphirðu og förgunar" ... eða eitthvað svoleiðis ...

jæja, en allavegana, þá birti ræðumaður afar áhugaverðar tölur um rusl og úrgang ...

Í Ástralíu, eins og víðast hvar annars staðar hjá iðnvæddum þjóðum, er allskyns nothæfu dóti hent á haugana.  Verðmæti þessa "dóts" nemur hvorki meira né minna en 10,6 milljörðum dollara á ári!!  Jafngildir sú upphæð, tæplega 800 milljörðum íslenskra króna!!

Þar af er ónýttum matvælum (taktu eftir kæri lesandi, hér er verið að tala um ónýtt matvæli en ekki ónýt matvæli) fyrir 5,3 milljarða hent á haugana á hverju ári.  Þannig er um 400 milljörðum íslenskra króna hent eins og morgundagurinn sé enginn!!  Svo er verið að tala um peningaleysi!!
Þetta eru ótrúlegar fjárhæðir og sagði spekingurinn að þær væru hærri en þær fjárhæðir sem háskólum í Ástralíu er úthlutað árlega og hærri en varið er í vegaframkvæmdir í allri Ástralíu á hverju ári.

Ótrúlegt!!!

Að lokum hendi ég inn nokkrum myndum ...
Æstir aðdáendur bloggsíðunnar sem ekki kunna íslensku hafa eindregið óskað eftir enskri útgáfu ... en svarið við slíkum beiðnum er einfaldlega "NEI" ... fólk getur bara lært íslensku!!
Hins vegar hef ég sagt að ég skuli setja enskan texta undir myndirnar ... svona til málamynda ...

P1000057 by you.
Úti á svölum í 33°C ...
Lauga and Sydney on the balcony last Saturday in 33°C ... not so bad!!

P1000053 by you.

P1000076 by you.
Um kvöldið var svo skroppið í bað ...
It was a time for a good bath, after being in 33°C for many hours ...

P1000111 by you.
Þessi var tekin í kvöld skömmu áður en dóttirin hvarf á vit ævintýranna í draumaheimi ...
Tonight, just before Sydney decided there was time to go to sleep after very, very busy day!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband