23. įgśst

Ég skrifaši ķ sķšustu fęrslu eitthvaš um markmišssetningar og vinnu okkar Laugu ķ žeim efnum.  Ķ morgun tók ég verulega góšan skurk ķ žeim efnum, hlustaši į einn geisladisk af įtta diska safni sem ber heitiš "The Ultimate Goals Program" og er eftir Brian Tracy.

Fullt af frįbęrum punktum žar hjį Tracy.  Atriši sem hverjum manni vęri hollt aš fara ķ gegnum og velta fyrir sér.

Til dęmis lagši Tracy fyrir mig spurningar gildismat mitt og hvort samręmi vęri milli žess athafna minna.  Hann vék aš mikilvęgi žess aš vera heišarlegur, bęši viš sjįlfan sig og ašra. 
Er lķf mitt eins og ég myndi vilja hafa žaš ef mér vęru allir vegir algjörlega fęrir?  Er ég sś persóna, sem ég óska mér aš ég sé?
Ef svariš viš žessum spurningum er nei ... sem žaš er ķ sannleika sagt ķ mķnu tilfelli ... hvernig ętla ég aš breyta žvķ?

Žetta er nefnilega allt undir mér sjįlfum komiš aš gera lķf mitt aš žvķ sem ég vil aš žaš sé ... 
... og ég hef įkvešiš aš taka žeirri įskorun mjög alvarlega, og betrumbęta žaš sem ég tel aš vanti upp į ...

Žetta er tķmafrek vinna, en ég er sannfęršur um aš ég fę hana rķkulega borgaša til baka ...

Jęja, en eftir žessa miklu "session" fyrir hįdegi, fórum viš Lauga aš huga aš fótboltanum sem bošaš hafši veriš til ķ Wentworth Park eftir hįdegiš, en ...

... žar sem viš, og žį sérstaklega ég, erum meš brenglaš tķmaskyn og óstundvķs meš afbrigšum, tókst okkur aš missa af fótboltanum.
Jį, loksins žegar baušst aš spila fótbolta, žį męttum viš svo seint aš žaš voru allir hęttir og į leišinni heim.
Ég varš svo ótrślega grautfśll meš frammistöšu mķna aš žaš tók mig marga klukkutķma aš vinna mig śt śr žvķ.  Ég tók eftir žetta "afrek" žį įkvöršun aš fara aš lęra į klukku!

En jęja, viš fórum žį heim til Jon, Rich og James, įsamt öllum fótboltahetjunum.  Žar var bošiš upp į śrslitaleik ķ fótbolta į Ólympķuleikunum, Nķgerķa og Argentķna.  Leikur sem fyrirfram hefši mįtt ętla aš yrši stórkostlegur, enda tvęr frįbęrar fótboltažjóšir į feršinni, en annaš var sannarlega upp į teningnum.  Eftir mjög tilžrifalķtinn leik, hampaši Argentķna Ólympķutitlinum meš 1-0 sigri.  Seinna sį ég aš leikurinn hafši farķš fram ķ 42°C hita, sem skżrir ugglaust hversu dapur žessi leikur var.  Leikurinn var meira segja stöšvašur į 70 mķnśtu til gefa leikmönnum drykkjarpįsu ... žaš er eitthvaš sem undirritašur hefur ekki séš ķ fótboltaleik fyrr. 
Einhvern tķmann var talaš um aš sumir leikmenn enska landslišsins ķ fótbolta hefšu léttst um 6 kg ķ leik į HM ķ Mexķkó 1986.  Žar voru menn aš "dķla" viš 40°C hita og žunnt loftslag ķ ofanįlag ... en fengu enga drykkjarpįsu į 70 mķnśtu.

Eftir leikinn var haldiš ķ "bowling" į KingPin į Darling Harbour.  Undirritašur var ekki mešal sigurvegara ķ žeirri keppni, žrįtt fyrir mikinn vilja.

IMG_8101 by you.

IMG_8096 by you.

Sydney hin unga fékk žvķ ķ dag aš kynnast "disco-bowling" ķ fyrsta skipti og naut žess bara vel, ef mišaš er viš hegšun hennar.  Blikkandi ljós og dunandi tónlist héldu henni algjörlega viš efniš, og svo vel aš žegar keilunni lauk og viš röltum yfir į veitingastašinn H****quin (man ekki hvaš stašurinn hét) datt hśn ķ fastasvefn.

IMG_8102 by you.

Į H*****quin hittum viš svo fyrir Lįru og Elvu, sem eru hér ķ Sydney ķ kvikmyndanįmi, en Lįra į einmitt afmęli ķ dag.  Žar voru lķka Jślķa og Steinar, sem stefna į kvikmyndanįm ķ Perth.
Žaš var žvķ bara hinn besti Ķslendingafagnašur į žessu įgęta veitingahśsi.

Upp śr klukkan 8 įkvįšum viš svo aš halda heim į leiš og tókum okkur góšan göngutśr frį The Rocks, nišur į Darling Harbour, žar sem bošiš var upp į rosalega flugeldasżningu nįkvęmlega į žvķ augnabliki sem viš gengum fyrir Pyrmont-brśna.  Žannig fengum viš alveg óvart alveg svakafķnt śtsżni ... 
Dóttirin upplifši žvķ flugeldasżningu ķ fyrsta skipti ķ dag ...

IMG_8121 by you.

IMG_8127 by you.

Svo héldum viš upp į George Street og heim.  

IMG_8132 by you.
Svona var nś įsigkomulagiš viš heimkomuna ... hśfan komin śt į hliš og žess mį geta aš hįmarksskammtur var kominn ķ bleyjuna ... 

Fljótlega eftir heimkomuna svifu męšgurnar inn ķ draumalandiš og eftir sit ég ķ markmišspęlingum, og pęlingnum um žaš hversu ótrślegt žaš sé aš ķslenska handboltalandslišiš sé komiš ķ śrslitaleikinn į Ólympķuleikunum ... ķ dag, jį og į morgun einnig, vęri ég til ķ aš vera ķslenskur landslišsmašur ķ handbolta aš keppa ķ Beijing ... 

Nóg ķ bili ...


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vį hvaš ég er hrifin af markmišssetningunum ykkar....hversu oft ętli ég hafi reynt aš setja nišur į blaš hvaš ég ķ raun og veru vill...žaš viršist bara vera ómögulegt, samt telur mašur sig alveg vita hvaš mašur ķ raun vilji - en veit svo bara ekki baun ķ bala! Ętla aš fara nišur ķ kjallara og finna bókina sem Birgir į eftir Brian um markmišssetningar!!!  Reyna einu sinni enn!!

Sigga Dóra og strįkarnir! (IP-tala skrįš) 23.8.2008 kl. 19:28

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband