Markmið, borgarumhverfi og pakki

Maður hefur verið frekar linur við bloggskrif núna síðustu daga og kemur það helst til af því að ég hef bara haft svo hrikalega mikið að gera.

Hér í Bourke Street eru nefnilega hlutirnir að gerast þessa dagana.  Gríðarlega ströng markmiðssetning og, ja ... ég leyfi mér að segja lífsstílsbreyting, er að eiga sér stað.  Ekki bara hjá mér heldur hjá Laugu líka.

Við höfum sannfærst um það að til að ná að gera allt sem okkur langar í lífinu, er ekki hægt annað en fara í gegnum hvað okkur raunverulega langar og að setja svo upp einhverja dagskrá hvernig við hyggjumst ná því.  Mér hefur skilist af góðu fólki að 3% fólks setji sér markmið og 1% fari eftir markmiðunum sínum.
Ég held að það sé til mikils að vinna að vera meðal þeirra sem fylla þetta 1%.

Það skrýtna í þessu öllu saman er að við erum bæði býsna hrædd við þessa vinnu.  Alveg skítlogandi hrædd.
Það að kafa ofan í hvað mann virkilega langar til að fást við næstu áratugina, ef guð lofar, getur verið býsna óþæginlegt, því þegar maður kemst svo að niðurstöðu, þarf að fara að taka til hendinni og skora sig á hólm. 

Það er samt eitthvað svo klikkað að vera hræddur við að gera það sem mann langar til að gera ...

En sum sé ... við erum í þessari vinnu þessa dagana, og hlutirnir eru að skýrast.  En ég get samt fullyrt það að ég er ekki að hugsa um að hætta í doktorsnáminu og fara í eitthvað allt annað ... bara svo það sé alveg á hreinu ...

Í gær las ég mjög góða grein eftir Frank Lawrence um hvaða áhrif hönnun borgarumhverfis getur haft á heilbrigði fólks.  Lawrence segir að slíkt geti hafi miklu meiri áhrif en látið er í veðri vaka, en slæm hönnun umhverfis getur beinlínis hrindrað fólk í því að fara út og hreyfa sig. 
Til dæmis ef fólk býr í óaðlaðandi hverfum, er hvatinn til að fara út lítill sem enginn.  Að sama skapi ef aðstaða til hreyfingar er ekki fyrir hendi er hvatinn einnig lítill sem enginn.

Þessar pælingar Lawrence eru mjög á sömu línu og ég er að vinna eftir.  Hver eru áhrif borgarumhverfis á heilbrigði fólks? 
Af hverju eru sum hverfi og sumar borgir vinsælli en aðrar?  Væntanlega af því fólki líður vel í þeim, þær hafa upp á eitthvað að bjóða, sem kallar fram vellíðan.
Það er til dæmis vinsælla að skreppa til Prag heldur en til Liverpool, ef tilgangur ferðarinnar er að "njóta lífsins" ...

Læt þetta duga í bili, en set nokkrar myndir inn, svona til skemmtunar og yndisauka fyrir þá sem þessa síðu sækja.

IMG_8039 by you.
Hér er ein frá því í sumarbústaðnum í Moss Vale

IMG_8069 by you.
Guðrún og dúkkan frá ömmu á Sauðárkróki ... já, amman sendi risapakka til Ástralíu, þar sem mátti finna heilan klæðaskáp af fötum, sælgæti, bækur og blöð að ógleymdri dúkkunni góðu ...

IMG_8081 by you.

IMG_8076 by you.
Ekkert smáræði þarna á ferðinni eins og sjá má!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband