Flottur dagur í Sydney!!

Þessi dagur er búinn að vera algjör snilld!!

Í morgun talaði ég við mömmu á Skype-inu og var það hressandi samtal eins og þau eru nú yfirleitt ... það er alveg ótrúlegt hvað við höfum alltaf mikið að tala um ... samtölin eru aldrei styttri en klukkutími og oft teygja þau sig í tvo tíma.  Og þá hefur bara rétt kúfurinn verið tekinn ofan af öllu því sem þyrfti að ræða ...

... ég lít á það sem einstök forréttindi að eiga svona móður!!!

Jæja, eftir samtalið var tími til kominn að fá sér morgunmat, hafragraut, appelsínu, vatn og mjólk ... þetta er nokkuð standard morgunverður hjá okkur og hefur reynst assgoti vel ...

Ég vann síðan svolítið heima eða fram að hádegismat, en eftir að honum lauk fór ég niður í skóla.  Reyndar hafði ég lofað að fara í myndatökuleiðangur með hinni hollensku Karin í hádeginu, en sökum anna, "skippaði" ég því fram í næstu viku.

Frameftir degi sat ég með sveittan skallann að berja saman þennan blessaða fyrirlestur, sem mér hefur verið ansi tíðrætt um síðustu misseri.  Ég verð þó að viðurkenna að ég kíkti svona á netið við og við ... og í einni "pásunni" rak ég augun í merkilega færslu á Vísi að tveir þáttastjórnendur á sjónvarpsstöðinni ÍNN, sem er í eigu Ingva Hrafns, fyrrum fréttastjóra á RÚV, hefðu farið að rífast, eða svo gott sem, í miðri útsendingu.  Alveg furðuleg hegðun ... segi nú ekki meira ...

En þessi frétt vísaði mér á annað mun áhugaverðara efni, en það var viðtal Guðjóns Bergmann við Matta Ósvald, heilsufræðing.  Það var mjög gott viðtal, þar sem Matti ræddi meðal annars um mikilvægi þess að hafa rétt hugarfar, tala sig inn á að sjá hvað er jákvætt í erfiðum aðstæðum eða verða jákvæður með meðvituðum hætti þegar manni líður ekki vel.
Einnig talaði hann um að það besta sem maður gerir fyrir sjálfan sig er að hugsa um hvernig maður geti orðið öðrum að liði.  Og það er mikið til í þessu hjá Matta. 

Þetta er allavegana mjög í anda þeirrar vinnu sem við Lauga erum að vinna ... og höfum gaman af ...

Eftir þessa miklu "inspíratjón" hélt ritun fyrirlestursins áfram ... ég var uppfullur af bjartsýni og krafti ... og það var bullandi kraftur í þessu hjá mér ... bullandi kraftur!!!

Upp úr klukkan 7.30 í kvöld,  hringdi ég svo í Stebba bróður og átti gott spjall við hann. 

Ég hélt heim á leið upp úr klukkan 9, við Lauga fórum og fengum okkur góða pizzu og salat á Wood and Stone ...

... kvöldið leið svo á notalegum nótum ...

En setning dagsins er: "Jákvæðni er ekkert merkileg fyrr en á móti blæs!!"
Þetta er tær snilld!!!  Svo ótrúlega rétt!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband