Rannsókn hefst ...

Ţessi dagur leiđ svo hratt ađ mér fannst ég varla vera risinn upp af koddanum, ţegar ég ţurfti ađ leggjast á hann aftur ... ţetta er alveg merkilegt, hvađ tíminn líđur hratt ...

En ţessi hrađi á svo sem ekki bara viđ daginn í dag, heldur alla daga ...

Fyrir nokkrum vikum hafđi ég til dćmis, skrifađ í dagbókina mína eftirfarandi texta: "Rannsókn hefst". Í dag áttađi ég mig á ţví ađ ţessi texti stóđ undir dagsetningunni 22. apríl 2008 ... ţannig ađ rannsóknin mín hefđi átt ađ hefjast í dag ... 

... en hún gerđi ţađ ekki ...

Ţess í stađ hófst ég handa viđ ađ skrifa fyrirlesturinn sem Dr. Marni Barnes ćtlar ađ flytja fyrir mig í Veracruz í Mexíkó ţann 30. maí nk.  Einnig hélt ég áfram međ bókarkaflann sem er í vinnslu.

Ég vona samt ađ ég geti hafist handa međ rannsóknina fljótlega ... mađur er orđinn spenntur ađ fara ađ gera eitthvađ.

Svo birtist mér dásamlegur hlutur í morgun, ţegar ég ćtlađi ađ grípa Shogun Trail Breaker reiđhjóliđ mitt.  Aftur sprungiđ dekk.  Í ţetta sinniđ framdekkiđ.
Sem fyrr,  kom andhverfu-ofsóknarbrjálćđiđ sterkt inn ... ég yppti bara öxlum, skilađi hjálminum mínum inn og rölti niđur í skóla.  Ţađ var góđur göngutúr!!
Ţegar ţetta er skrifađ stendur viđgerđ yfir ... og ćtti fákurinn ađ komast á göturnar á nýjan leik á morgun.

Í kvöld settum viđ Lauga svo myndir í ramma.  Já, viđ vorum ađ útbúa veggskraut hjá okkur ... ummm ... ţetta voru myndir úr ljósmyndasafni okkar, sem ég prentađi í forláta laserlitaprentara og verđur geysilegt augnayndi ađ horfa á ţćr á veggnum, geri ég ráđ fyrir. 
Gćđin eru nokkuđ góđ á myndum hvađ útprentun áhrćrir, en frábćr ef horft er til listrćns innsćis viđ töku ţeirra. 

Annars verđur ađ segjast eins og er, ađ ţó ţessi dagur hafi liđiđ hratt, var fremur tíđindalaus ... en góđur var hann ... ójá!!!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband