Smá um myndir

Múrenan ætlar með bloggfærslu þessari að vekja athygli á myndasíðu sinni á www.flickr.com, sem er hreint mögnuð.

Myndasíðuna bar á góma hér á blogginu fyrir ekki svo löngu síðan, en það er aldrei of oft minnst á góða hluti ... það er tengill hérna vinstra megin á síðunni.

Og af þessu tilefni langar Múrenuna til að segja lesendum sínum það að mest skoðaða myndin á myndasíðunni er þessi ...

Myndin var tekin á jazz-hátíð sem haldin var við Darling Harbour hér í Sydney þann 11. júní sl., en þá var, eins og svo oft, margt um manninn.  Tvær stúlkur voru að stilla sér upp fyrir myndatöku með gosbrunna í baksýn, þegar Múrenan laumulega smellti þessari af.  Myndin hefur verið skoðuð 68 sinnum samkvæmt bókhaldi www.flickr.com, sem er kannski ekki mjög oft, ja ... og þó??

Svo má geta þess að hann Aidan Grey, sem Múrenan þekkir hvorki haus né sporð á, óskaði eftir að fá mynd hjá henni fyrir vefsíðuna www.homeandabroad.com.  Að sjálfsögðu tók Múrenan vel í erindi Aidan og nú er myndin notuð í auglýsingaskyni fyrir golfnámskeið á golfvellinum í Moore Park og má sjá herlegheitin hér.

En nóg að sinni ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Assgoti góð mynd! Skemmtilegt sjónarhorn og andstæður. Kyrrstaða og hreyfing, mýkt og harka, loðstígvél og léttir skór...eiginlega tvær myndir í einni. Myndin þín á heimasíðunni fyrir golfið kemur líka vel út. Þú ættir að athuga hvort þú fáir ekki að taka einn hring í staðinn fyrir myndina og komið þér inn í þetta sport. Ég hef nefnilega heyrt að golf sé mjög gott fyrir þá sem hafa ekki mikinn tíma fyrir áhugamál

Halldór (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 02:12

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Múrenan þakkar Halldóri fögur orð varðandi myndirnar.

Varðandi golfið hefur Múrenan líka heyrt því fleygt að það sport sé alveg upplagt fyrir annars upptekið fólk.

Páll Jakob Líndal, 7.3.2008 kl. 04:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband