Internet á Bourke!!

Jæja, þá hafa í dag gerst stórkostlegir hlutir ... spúsan rölti sig í dag út í búð og keypti módem og allt í einu eins og hendi sé veifað hafa heimilismenn á Bourke Street komist í samband við umheiminn, en eins og einhverjir vita hefur Bourke verið sambandslaust eftir að rányrkjufyrirtækið Three gekk berserksgang í innheimtu fyrir netnotkun, fyrir nokkrum mánuðum.

Lítið fallegt, hvítt tæki blasir nú við Múrenunni þegar hún lítur upp af tölvulyklaborðinu ... það er módemið!!

Og hvað þýðir það??

Það þýðir að brátt kemur ferðasagan inn á bloggið ... en hún er þessa dagana í smíðum og verður dimm, drungaleg og óhugnalega spennandi þegar hún mun líta dagsins ljós.  Í öðru lagi mun verða "megauppfæring" á myndasíðunni, en af nógu er að taka, þegar myndefni er annars vegar.  Lesendur Múrenunnar í Sydney verða nefnilega að skilja það að það er tvennt, eða jafnvel þrennt ólíkt að blogga í ró og næði heima fyrir, eða að blogga á skrifstofunni síðla kvöld, svangur og þreyttur, eigandi eftir að labba í 30 mínútur, eftir að bloggskrifum lýkur!!

Múrenan boðar því núna breytta blogghegðun ... og myndasíðuhegðun ...

... verið því stillt á rétt blogg!!!

Múrenan lætur það svo fylgja að internet-tenging heima fyrir, gerir spúsunni líka kleift að blogga ... tékkið á www.123.is/lauga við tækifæri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra, ég fylgist spennt með :)

Dagrún (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:37

2 identicon

Velkomin úr torfbænum og inn í nútímann!! Það er ekki að spyrja að því þegar Spúsan tekur ráðin í sínar hendur... :O)

 Maður bíður svo spenntur eftir ferðasögunni sem vonandi verður ekki minna spennandi en "leitin að Gordonfossunum".

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Múrenan þakkar góðar kveðjur ... og lofar magnaðri ferðasögu!!

Páll Jakob Líndal, 26.2.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband