Uppdeit

Vegna þess að Múrenan gerir allt sem hún getur fyrir lesendur sína ... að minnsta kosti þá sem lesa ferðasöguna "Leitin að Gordonfossum", þá hefur hún bætt myndum inn í fyrstu þrjá kaflana, til að sýna lesendum raunverulega um hvað málið snýst!!

Einnig geta áhugasamir séð fleiri myndir á myndasíðu Múrenunnar og spúsunnar ... linkurinn er hérna vinstra megin á síðunni en ef letin hefur heltekið þig þá er Múrenunni það bæði ljúft og skylt að gefa upp vefslóðina http://www.flickr.com/photos/9352654@N02/.  Mappan Sydney júlí 2007 inniheldur allt í tengslum við ferðasöguna og verður fleiri myndum bætt við eftir því sem sögunni vindur fram ... þannig að það er um að gera að vera á tánum!!!

En Múrenan lýsir óheyrilegum vonbrigðum með viðbrögð í tengslum við skoðanakönnunina sem einnig er á síðunni, vinstra megin ... og hvetur lesendur enn meira en áður að láta nú ekki sitt eftir liggja ...

Úppss klukkan orðin óheyrilega margt ... nýr sólarhringur er staðreynd ... í Sydney er 21. júlí brostinn á!!!  Múrenan fer því að leggja sig núna og biður allar góðar vættir að vernda þig!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ ég tók þátt. Ég er að reyna að vera geðveikt í tísku og komast inn í þetta tölvubusiness. Ég ákvað því að kommenta.

Þóra (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 15:49

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Æðislegt!!!  Múrenan vissi að örvæntingafull köll hennar um þátttöku í spurningakönnuninni miklu myndu bera ávöxt!!!

Páll Jakob Líndal, 20.7.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband