Kate er kennarinn!!

Jæja, Múrenan er þá aftur mætt við skjáinn til að rita sögur frá Ástralíu ... með meiri sögur af Kate.

Ef til vill hefur einhver skarpur lesandi látið sér detta í hug, eftir lestur pistilsins í gær, að Kate væri kennarinn minn, þá upplýsist það hér með að hún er það.  Kate er kennarinn minn, en ég hef líka annan kennara sem heitir Leslie.  Ójá ... Og ef einhver veit það ekki nú þegar, þá eru þær kennarar í Centre of English Teaching in University of Sydney.  Sökum slælegrar frammistöðu Múrenunnar í "speaking part" á TOEFL-prófinu neyðist hún til að taka kúrs í ensku áður en hún fær formlega inngöngu OG ef einkunnin í kúrsinum klikkar þá er bara ... flugvöllur ... heim ... Ísland ... sorry mate!!  Þannig að þetta má ekki klikka!!!

En ok ... aftur að Kate. 

Kate er miðaldra kona ... ég myndi skjóta á 54 ára, stór, perulaga og sennilega talsvert þung, að minnsta kosti sagði hún það þegar hún steig óvart ofan á tána á einum Kínverjanum í dag.  "Oooohh sorry, mate ... I hope I haven't hurt ya, because I'm quite heavy."  Það hreyfði enginn við mótmælum á þeirri staðreynd.  En Kate er ekki bara stór og talsvert þung ... hún er líka með svart sítt hár, sem mér skilst á henni, að geti verið nokkuð hitaeinangrandi, því bogar svitinn gjarnan af henni í kennslustundum, þegar hún þeysist milli töflunnar og myndvarpans.  Hún sagði um daginn, að ef hún myndi einhvern tímann lenda í snjóstormi, sem reyndar er frekar ólíklegt hér í Sydney, þá væri ráðið fyrir hana að leysa hárið úr viðjum "kennslukonuhnútsins" og láta það flaksa niður.

Kate er með óstjórnandi málæði ... hún talar og talar og talar algjörlega út í eitt.  Hún, meira að segja, fagnar þegar hún getur leyst krossaspurningarnar í hlustunaræfingunum, sem getur kostað að maður tapar þræðinum í því sem verið er að segja í kassettutækinu.  Þar fyrir utan er nú flest af því sem hún segir eitthvað sem er afskaplega gott að vita ... þannig að það er erfitt að amast við masinu.  Þessa dagana er hún til dæmis að segja okkur öll trikkin sem eru að baki prófunum sem við tökum í lok kúrsins.  Svo nákvæmlega fór hún í það í gær að hún eyddi 2 klukkutímum í það hvernig við leyst hlustunarkafla prófsins upp á 10, án þess að heyra svo mikið sem stunu úr kassettutækinu ... ég hef því sjaldan verið með kennara sem jafnviljugur að veita upplýsingar!!!

En Kate er ekki bara áhugasamur kennari, heldur er hún heiftúðugur andstæðingur Bush-stjórnarinnar í Washington og sömuleiðis stjórnar John Howard, sem stjórnar víst öllu hér í þessu landi.  Hún lætur stundum fjúka fúkyrði um þessa tvo "snillinga" og hefur meðal annars sagt okkur að Ameríkanar telji sig eiga tunglið.  Af hverju?  Jú, því þeir séu farnir að selja lóðir á tunglinu og The Coca Cola Company er víst stærsti kaupandinn!!!  "En þeir vilja ekkert gera til að sporna við "global warming!!!"" sagði hún með svo mikilli fyrirlitningu að maður fauk næstum út um gluggann.  "Bush ætlar bara að flytja fólkið til tunglsins og Mars, þegar allt er komið í vitleysu hér ... hann bara gleymir því að það eru ekki til nein tæki til svo stórtækra farþegaflutninga!!" 

Svo mikið er víst að þó ég væri einarður stuðningsmaður Bush og Howard myndi ég ekki þora að mótmæla henni ... mótmæli og maður fær bara einn í andlitið, "shut up mate!!"

Læt þetta duga í bili ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband