Mikilvægi þess að hafa farið til London!!

"Hefur einhver ykkar komið á London Heathrow?" spurði Kate í dag.  "Ekki ég að minnsta kosti", bætti hún svo við strax á eftir.  Allir í bekknum hristu höfuðið nema einn ... og það var ég.  "Sá eini sem hefur komið til London Heathrow ... skrýtið!!!" hugsaði ég. 

"Kate, ég hef komið á Heathrow ... mörgum sinnum meira að segja."  "Nú já, Paul hefur verið þar" sagði hún greinilega nokkuð uppnumin. "Segðu mér, er þetta stór flugvöllur?"  "Jaháá" svaraði ég "hann er gríðarlega stór en ég læt það fljóta með hér, að það er tveir aðrir alþjóðaflugvellir einnig í London ... London Stansted og London Gatwick." 

Núna færðist ég allur í aukanna.  "Heathrow Express fer á 15 mínútna fresti frá Paddington lestarstöðinni og er 15 mínútur á leiðinni út á völl en Underground er um 50 mínútur frá Central London út á völl ... þannig myndi ég mæla með því ef tíminn er naumur að taka hraðlestina".  Ég hallaði mér aftur í stólnum.  "Farið kostar um 15 pund á manninn með lestinni ... látum okkur sjá, um það bil 35 ástralska dali en ég myndi skjóta á að far með Underground kostaði 2-3 dollara."

Kate greip andann á lofti ... "Paul veit greinilega sitthvað um London".  Mér leið vel ... ég átti svæðið.  Þarna sat ég bara í stuttbuxum og bol og ruddi upp úr mér nákvæmum upplýsingum um eitthvað system í fjarlægri heimsálfu.  15 Kínverjar horfðu opinmynntir á mig en Kóreubúanum virtist alveg sama, líklega hefur hann bara ekki skilið um hvað málið snerist ... kannski bara aldrei heyrt minnst á London, hvað þá London Heathrow!!!

Þetta er nefnilega gaman við að vera í Ástralíu ... það finnst öllum allt svo merkilegt sem maður hefur gert, bara vegna þess að maður hefur gert það hinumegin á hnettinum.  Ég var náttúrulega ekkert að segja þeim að það að fara frá Íslandi til London sé svona álíka merkilegt eins og að búa í Ástralíu og hafa séð kengúru í dýragarði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband