Arngrímur hjá Ísafold

Það er gaman að því, og í raun rannsóknarefni, að spá í hvaða orð rata í orðabækur.  Vinnu minnar vegna var ég rétt áðan að leita að góðu og gildu ensku orði eða orðasambandi fyrir orðin "kynningarfundur" eða "íbúaþing".  Ég tók að blaða í Arngrími Sigurðssyni, sem eitt sinn setti saman Íslensk-enska orðabók fyrir Ísafold.  Fremst í bókinni stendur ritað af mér sjálfum: "Fermingargjöf 20. apríl 1987. Páll J. Líndal".  Aukaatriði en engu að síður sjálfsagt til upplýsingar fyrir þig, lesandi góður.

Í bókinni fann ég afbragðsgóðar þýðingar á orðunum "kynningarbréf", "kynnir (þulur)", "kynnisferð", "kynóbeit", "kynsmár", "ídrægur" og "íðtákn" og orðasamböndunum "að vera illa / vel kynntur" og "að kynoka sér við eitthvað".  Raunar þurfti ég að lesa ensku þýðinguna til að skilja hvað er átt við með hinu síðastnefnda, en alltént er hér um að ræða afskaplega fallegt orðasamband.

Svo gaut ég augunum niður eftir blaðsíðunni, sem er númer 452 í bókinni, neðst er að finna orðið "kynlífsæfing" sem útleggst á ensku sem "sexercise".  Þess má geta að hvorki "íbúaþing" né "kynningarfundur" eru meðal efnis í bókinni.  Ég velti fyrir mér hvaða aðferðum Arngrímur beitti þegar hann valdi orðin í orðabókina ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband