Sorgleg femínisk áhersla hjá VG

Í fréttatíma RÚV kl. 19 var farið yfir helstu átta helstu baráttumál Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs.  Eitt þeirra var eftirfarandi:

"Kvenfrelsi þar sem launamunur kynjanna verður afnuminn og Jafnréttisstofa fær auknar heimildir til eftirlits og jafnt hlutfall kynjanna á Alþingi verður bundið í stjórnarskrá."

Ég er svo hjartanlega sammála varðandi launamuninn, þennan mun á nú bara að afmá með einu pennastriki strax í kvöld.  Spúsa mín, Sigurlaug fær ekki sömu laun sem hjúkrunarfræðingur á LSH, og karlkyns hjúkrunarfræðingur sem vinnur sambærilegt starf ... náttúrulega bara fáránlegt

Ég myndi vilja frekari útlistun á hvaða eftirlit Jafnréttisstofu skal auka, áður en ég mynda mér skoðun á því. 

En hvaða rugl er þriðji liðurinn?  Binda jafnt kynjahlutfall þingmanna í stjórnarskrá?!?!?  Er ekki allt í lagi með fólkið??  Hvar er jafnréttið hér??!!  Jafnt kynjahlutfall í þingsal hlýtur að kalla á jafnt kynjahlutfall á framboðslistum ... og þá spyr maður sig hvort engu skipti hversu margir karlar og hversu margar konur bjóða sig fram í upphafi??  Verður það hlutfall þá líka bundið í stjórnarskrá?  Verða frambjóðendur sem bjóða sig fram í prófkjör að hafa annan frambjóðanda af gagnstæðu kyni sér til fulltingis til að rugla ekki kynjahlutföllunum? Sá sem stendur stakur fær ekki að taka þátt - jafnrétti???  Prófkjör verða kannski afnumin í framtíðinni og jafnkynja uppstillingarnefndir stjórnmálaflokkanna munu stilla listum upp í fléttulistaformi.

Þetta femíniska viðhorf er komið algjörlega út á tún!!

Tökum sem dæmi prófkjör.  10 sæti í boði.  23 konur bjóða sig fram en 5 karlar.  Allir karlarnir hljóta að eiga víst sæti en aðeins 22% kvennanna.  Sanngjarnt??!!  Hvað ef 8 konur eru mjög frambærilegar og 2 karlar sömuleiðis ... skal þremur konum ýtt út til að koma að þremur körlum sem eru síðri, bara vegna þess að þeir eru karlar?  Þá væri hæfasta fólkið valið að teknu tilliti til kynferðis en bíddu við ... er ekki nákvæmlega verið að berjast gegn því!!!

Það er alveg sorglegt að sjá hvað VG, sem stendur fyrir mörg góð gildi og hefur, að mínu mati, verið langsamlega vænlegasti kosturinn í íslenskum stjórnmálum síðustu misserin, skuli láta hafa sig út í aðra eins vitleysu og rakin er hér að ofan!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband