Sydney = 65 dagar

Um daginn ritaði ég um væntanlega för til Sydney, og fannst tíminn sem mér var gefinn af hálfu háskólans þar í borg heldur knappur eða 19 dagar.  Eftir þónokkrar bréfasendingar og rafræn samtöl við gott fólk, var aðgöngumiðinn minn leiðréttur og mér veittur 190 daga fyrirvari í stað 19 daga.  Núna hefur þó endanleg dagsetning verið gefin út af hálfu yfirvalda háskólans í Sydney og er hún 7. maí nk. eða eftir um 65 daga, svo ég haldi mig nú við sömu einingu innan tímaeiningakerfisins.

Þetta er óneitanlega spennandi tímar sem nú fara í hönd - eina sem skyggir á er að við Lauga æltuðum okkur að koma við á Kínamúrnum á leiðinni suðureftir, en líklega mun það ekki lukkast ...

Væntanlega mun þó múrinn standa einhver ár í viðbót, þannig að tækifæri ættu að bjóðast síðar að stíga fæti á þetta svo um sagða magnaða mannvirki.

Það skal tekið fram, af gefnu tilefni, að Lauga hefur verið með í öllum ráðum og er vægi hennar, að meðaltali um 50%.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband