Ertu að byggja ... við Laugaveg?

Jæja, þá dúkka málefni Laugavegarins upp á yfirborðið í Mogganum í dag.  Ekki af ástæðulausu, frekar en fyrri daginn.  

Fyrir þá sem ekki eru alveg með á nótunum hér - þá stendur uppbygging fyrir dyrum á Laugaveginum.  Svona til þess að fá fleira fólk til að koma þangað og versla eitthvað, já eitthvað því ekki hefur verið lögð nein sérstök áhersla á það hvers konar verslunargata Laugavegurinn á að vera.  Í von sinni um að laða að fjársterka aðila álpaðist Borgarstjórn Reykjavíkur út í það fen fyrir nokkrum misserum að gefa skotleyfi á húsa- og menningarsögu borgarinnar með því að heimila niðurrif gamalla húsa á völdum stöðum við götuna, jafnframt því að leyfa aukið byggingarmagn á þessum sömu lóðum.  Með auknu byggingarmagni er ekki átt við neitt annað en stærri hús ... svona til skýringar.

Hugmyndir forráðamanna Reykjavíkurborgar á þessum tíma voru eitthvað á það leið að við uppbygginguna myndu lóðareigendur taka gaumgæfilegt tillit til nánasta umhverfis, jafnvel yrði útliti á framhliðum húsanna haldið óbreyttu eða gerðar á þeim varfærnislegar endurbætur ... með öðrum orðum átti Laugavegurinn ekki að bíða skaða af þessum aðgerðum ... heldur frekar eins og stórpólitíkusinn Daggi Egg, þáverandi formaður skipulags- og byggingarnefndar borgarinnar, gæti hafa orðað það: "Í deiglunni er metnaðarfull framtíðarsýn, tekin á faglegum og velígrunduðum grunni, sem skapar aðstæður og forsendur fyrir spennandi, krafmiklar og framsæknar aðgerðir á ýmsum sviðum borgarlífsins" ... eitthvað svona ... 

Ó boj ... raunveruleikinn reynist annar ... kræst!!

Núna hafa nokkrir lóðaeigendur skilað inn tillögum ... þeir gleymdu óvart öllum hugmyndum Dagga og félaga um að taka tillit til nærumhverfis.  Þeir eru bara með hugmyndir um risastóra kassa ... meira að segja svo stóra að byggingarmagn á sumum lóðum eykst um allt að 50% ... annars fara þeir bara á hausinn með prójektið sitt ... úppsss!!  Þetta snýst náttúrulega ekki um neitt annað en peninga og hefur aldrei snúist um neitt annað ... þess vegna var það svo hlægilega sorglegt þegar forráðamenn borgarinnar héldu einhverju öðru fram á sínum tíma.  Í Mogganum í dag segir Pétur Ármannsson arkitekt sumar tillögurnar vera skelfilegar og raunveruleikinn sé "í engu samræmi við þær væntingar sem menn höfðu þegar þeir léðu máls á uppbyggingu við Laugaveg". 

Skyldi þetta verið í samræmi við væntingar Bolla Kristinssonar, "sérlegs ráðgjafa R-listans í málefnum Laugavegarins"? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband