Þriðjudagur 28. febrúar 2012 - KISS í SVT2

Það er alltaf hressandi að sjá kunnugleg andlit á sjónvarpsskjánum ... 

... í kvöld var nefnilega þáttur úr þáttaröðinni Saga þungarokksins á SVT2 og var þessi þáttur tileinkaður svokölluðu "sjokk-rokki". Fyrirbæri sem Alice Cooper er sagður eiga heiðurinn af í kringum 1970 en svo tóku félagar mínir í KISS við keflinu um miðjan 8. áratuginn.


KISS-kúlutyggjó frá árinu 1978.

Þó KISS hafi verið "sjokk-rokkband" í upphafi rann mesti móðurinn af hljómsveitinni eftir því sem líða tók á 8. áratuginn og 1979/1980 var "sjokk"-ímyndin gjörsamlega horfin. KISS var orðin eins og leikfangafabrikka og tónleikar sveitarinnar orðnir að fjölskylduskemmtun, þar sem meðlimir áttu að haga sér vel á sviðinu ... já, og ekki blóta ...

Upp úr þessu tók KISS að liðast í sundur ... 

Fyrir mig var svo sem ekkert nýtt í þessu ... en samt gaman að sjá þetta ...

---

Æi ... nenni ekki að skrifa meira núna ... ætlaði samt að segja eitthvað mjög merkilegt ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband