Sunnudagur 19. febrúar 2012 - Viðskiptahugmynd og göngutúr

Ég er með viðskiptahugmynd fyrir hvern sem áhuga hefur á ... sjálfur hefur ég ekki áhuga á því að fylgja henni eftir en myndi örugglega fjárfesta í henni.

Tæki sem gæti skráð hugsanir manns þannig að maður gæti fengið Word-skrá á USB-lykli. Þessa dagana fæ ég svo margar hugmyndir að ég hef ekki við að halda þeim í hausnum á mér. Ég held að ég geti með sanni sagt að það er allt að gerast.

Skrapp út í búð í dag ... datt einhver snilld í hug en var búinn að gleyma henni allri saman þegar ég kom heim og ætlaði að fara að skrifa hana niður. Sama þegar ég fór út að skokka í kvöld, var með hreina snilld en meira og minna allt dottið út þegar ég kom heim.

Og hvers eðlis eru þessar hugmyndir? Þær eru út um allt en kannski fyrst og fremst eru þetta hugmyndir sem fást með því að tengja saman ólíka þætti í tilverunni og búa til eitthvað nýtt úr þeim, ásamt því að sjá einhverja nýja og áhugaverða vinkla á þeim hlutum sem ég er að fást við í leik og starfi.

Á hlaupunum úti í kvöld tókst mér t.d. að tengja saman í eitt prójekt; söng, umhverfissálfræði og sjálfsstyrkingu.
Gæti ekki unnið mér það til lífs að muna hvernig ég gerði það. Þarna hefði verið gott að hafa skráningartækið sem ég nefndi áðan.

Jæja ... ég er búinn að skrifa svo mikið inn á tölvuna hjá mér í dag að ég er ekki viss um að sé hreinlega hollt að skrifa meira ... 

---

Svo verð ég auðvitað að nefna það að PJPL er alveg að meika það núna. Í gær og í dag hefur hann tekið mikilvæg "skref" í átt þess að geta gengið. Í dag rölti hann t.d. úr stofunni og fram á gang einn og óstuddur, jafnvel yfir þröskuldinn.

Missti ekki jafnvægið fyrr en hann áttaði sig á því að hann var einn og óstuddur. 

Það er alveg ljóst að nú verður að fara að munda videokameruna og góma þessi ómetanlegu augnablik í ævi sérhvers manns, já og allra foreldra einnig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband