Mánudagur 6. febrúar 2012 - Hlutirnir að gera sig

Ó það er svo dásamlegt að vera kvefaður og með hálsbólgu ... eða þannig ... samt er það nú ekki nokkur hlutur til að vera að nefna nema ...

... og ég ætla að eins að nefna söng aftur :) .

Ég fór á 2,5 tíma hljómsveitaræfingu í kvöld. Var nú ekki sérlega bjartsýnn á að geta eitthvað og gera eitthvað.
Svo byrjaði dæmið og rokkið og rólið steinlá 80% af tímanum, háir sem lágir tónar. Með því að segja "steinlá" á ég við að ég gat sungið megnið af "stöffinu" áreynslulaust og eftir æfinguna finn ég ekki fyrir neinu. Þetta segir bara eitt ... tæknivinnan er að skila sér ... :) 

Sem er náttúrulega ótrúlega gaman fyrir mig eftir allt þetta streð í svo langan tíma. Ekki þó svo að skilja að ég sé kominn á endastöð og fullnuma ... það er nóg eftir, sem ég þarf að tileinka mér ... en allavegana er maður á réttri leið. 

... ok ... ekki meira um það ...  

---

Í dag var ég að leggja lokahönd á ferðmannakönnun fyrir Djúpavogshrepp, stefni að senda hana á morgun, ætla að eins að sofa á henni.

Ég er orðinn svo ruglaður í því hvað ég er búinn að skrifa á þetta blogg á síðustu dögum og vikum, þannig að ég man ekkert hvort ég var búinn að fjalla eitthvað um niðurstöðurnar.

Það merkilegasta í þessu finnst mér það að viðhorf fólks til náttúruverndar ræðst að einhverju leyti af væntingum þess til náttúrunnar sem umhverfis sem "hleður batteríin". Þetta þýðir að vel er mögulegt að fara að ræða um verndun náttúrunnar á öðrum forsendum en gert hefur verið á síðustu áratugum ... en núna sé ég ... þegar ég athuga færslunarnar á þessu bloggi að ég minntist eitthvað á þetta fyrir tæpri viku ... nánar þann 1. febrúar :) .

---

Þá ætla ég bara að breyta um kúrs ... tala um börnin sem voru svo óskaplega hress og glöð í dag. Meira að segja var GHPL svo hress að þrír kennarar hennar minntust á það þegar Lauga sótti hana í dag á leikskólann.

Þetta er auðvitað markmiðið ... ala börnin þannig upp að þau séu hress og glöð ... það er algjörlega leiðarljósið hjá okkur Laugu. En slíkt er svo langt frá því að vera auðvelt mál.
Persónulega finnst mér ég hafa séð hreina stökkbreytingu á GHPL eftir að ég breytti áherslum í byrjun desember sl. Þá fór ég að taka virkari þátt í uppeldinu, vera meira til staðar fyrir hana og bara sinna henni betur.

Ég hætti að vera "leiðinlegi" gaurinn og fór að vera "stundum leiðinlegi og stundum skemmtilegi" gaurinn ... svínvirkar alveg ...

--- 

Nafni hefur líka tekið breytingum bara í síðustu viku ... þ.e. eftir að ég tók við stýrinu á morgnana. Nú þurfum við að eiga í samskiptum í nokkra klukkutíma á hverjum degi og við höfum lært mjög hratt hvor á annan.

Þegar Lauga tók við honum í dag eftir hádegið var hann firnahress og var með skemmtiatriði í strætónum þegar mæðginin fóru að ná í GHPL á leikskólann. 

Allavegana er þetta gaman þegar hlutirnir eru að gera sig ... og þeir eru að gera það núna ... ;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband