Sunnudagur 22. janúar 2012 - Plan og aðferðafræði

Það er alveg ljóst að ætli maður ekki bara að missa dagana út úr höndunum á sér, þá er gott ráð að plana þá fyrirfram. Helst hafa fleiri en einn möguleika.

Við ætluðum að taka góðan göngutúr í dag, ganga í Gottsundagipen en svo kom það bara upp úr dúrnum að heimasætan var með hitaslæðing ... og þá datt göngutúrinn upp fyrir og ekkert varð neitt úr neinu.

Sjálfur ætlaði ég þá að fara út að hjóla en kom mér aldrei í það ... og datt þess í stað að æfa svolítið söng ... en dagurinn náði aldrei að komast í almennilegan "rythma".

---

Í morgun settum við Lauga upp dæmi sem við köllum "X-factor" en "X-factorinn" er einfaldlega það að ganga frá hlutunum eftir sig. Af hverju "X-factor"? Hef ekki hugmynd.

En allavegana erum við bæði voðalega slæm með að skilja hlutina eftir á víð og dreif og eyða svo löngum tíma í að finna þá næst þegar þarf að nota þá.
Og núna í viku ætlum við að leggja áherslu á að ganga frá eftir okkur og minna hvort annað á ef hlutirnir eru ekki alveg að gera sig. En í stað þess að jagast, þá minnum við bara á "X-factorinn".

Svo innleiddum við aðra aðferðafræði. Ég hef stundum notað þessa aðferð þegar ég er einn að ganga frá í eldhúsinu en hún felst í því að ætla sér stuttan tíma til að ljúka tilteknu verki, t.d. að tína allt af eldhúsborðinu og ganga frá inn í ískáp og uppþvottavél á innan við tveimur mínútum.  

Í matarboðinu hjá Gunna og Ingu Sif í gær ... sem nota bene var últragott ... barst viðameiri útgáfa af þessari aðferðafræði inn í umræðuna en hún felst í því að láta alla heimilismenn taka þátt í einhverju verkefni í tiltekinn tíma. En með þessum hætti er hægt að auka skemmtanagildi verkefnisins töluvert mikið, samvinna lærist og minni tími fer í verkefnið.

Ég hef trú á að eitthvað gott komi út úr þessu öllu saman ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband