Föstudagur 20. janúar 2012 - Sittlítið af hverju

Þá eru hér um bil liðnar þrjár vikur af nýja árinu ... rosalega líður tíminn ... 

Ísland komið í milliriðil í þessum blessaða handbolta. Leikurinn var sýndur hér í Svíþjóð, þannig að ég ómakaði mig til að horfa á hann.
Arfaslakur leikur verð ég að segja ... held að íslenska liðið sé lítið að fara að gera í þessum milliriðli. 

En tíminn verður svo sem bara leiða það í ljós ...

---

Dagurinn fór í lestur rannsóknagreina ... svipað stöff og í gær ... bara skemmtilegt að brjóta heilann um þetta og púsla þekkingunni saman atriði fyrir atriði.

---

Milli umhverfissálfræðilegra pælinga hefur maður aðeins spáð í þetta ótrúlega Geirs Haarde mál.

Á sínum tíma fannst mér hallærislegt að senda Geir einan á "vígvöllinn", hinir þrír áttu auðvitað að fylgja með ... þó reyndar ég hafi ákveðna samúð með Björgvini, sem virðist nú bara hafa verið rangur maður á röngum stað á röngum tíma. 

En úr því sem komið er, er náttúrulega ekki nokkur leið að hætta bara við þetta allt saman ... ef Geir hefur ekki brotið af sér, þá fellur dómurinn væntanlega honum í hag og málið er úr sögunni.
Sé hann sekur, þá verður það bara að vera svo.

Sú röksemdarfærsla að það eigi að sleppa Geir vegna þess að hinir sluppu gengur bara ekki upp að mínu mati. Þá má ekki gleyma því að Geir var æðstráðandi og því fylgir auðvitað ábyrgð. Hann sóttist eftir þessu embætti á sínum tíma og þá verður hann bara að sitja uppi með þá ákvörðun sína.

En sanngirnin í því að aðrir stjórnmálamenn, núverandi og fyrrverandi, sem augljóslega bera líka ábyrgð, strjúki nú um frjálst höfuð, er náttúrulega engin.
Ef það væri einhver dugur í þessu liði þá myndi það biðja um að fá að axla ábyrgð og láta dómstóla skera úr um hvort það hefði gerst brotlegt við lög eða ekki.

Það er svoleiðis slegist um að halda um valdasprotann, allir gaspra um hvað þeir séu miklu hæfari og betri til þess arna en um leið og hlutir fara á annan veg en ætlað er, þá er það öllum öðrum að kenna og allir aðrir svo vondir ...  

Held að það hefði verið nær að taka þetta Landsdómsmál á þeim forsendum hvort ekki væri hægt að greiða aftur atkvæði um að senda hina þrjá ásamt Geir og nokkra í viðbót fyrir dóm ... að mönnum hafi einfaldlega orðið á mistök þarna um árið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband