Miðvikudagur 7. desember 2011 - Aftur til Svíþjóðar

Jæja, þá er maður kominn aftur til Uppsala. Í þetta sinnið í aðra íbúð en áður hefur tíðkast hér.

Samkvæmt fréttum gengu flutningarnir afar vel og eiga þeir sem aðstoðuðu við það verk miklar og góðar þakkir skildar. Án þeirra hefði einfaldlega ekki verið flutt þann 1. desember sl. 

---

Lauga hefur haft í mörg horn að líta þessa viku, því auk þess að díla við að koma hlutunum á sinn stað, hefur hún þurft að kljást við fyrrum leigusala sem er ekki alveg jafn vinsamlegur og hann hefur verið. Svo hefur reynst þrautin þyngri að fá póstinn til að skilja að við erum flutt en pakki var sendur á gamla heimilisfangið okkar. Sá bíður nú á pósthúsinu og er með öllu óvíst hvort við gengur að koma honum í hús ... slíkar eru reglurnar ... mér skilst að lágmarki 10 símtöl fram og aftur séu að baki í því skyni að greiða úr þessu máli, með tilheyrandi bið og þvaðri.

Á sama tíma og þetta hefur gengið á hefur nafni verið með hlaupabólu. Það er þó skammgóður vermir því hann er "ónæmisfræðilega" of ungur til að fá hlaupabólu, þannig að það getur verið að hann þurfi að fá hlaupabólu aftur þegar hann er orðinn svolítið eldri til að verða ónæmur fyrir henni. 

 

En það er óhætt að segja að Lauga hafi staðið sig feykilega vel í þessu öllu saman.

---

Sjálfur hafði ég í Íslandsferðinni í fjölmörg horn að líta. Skrapp m.a. á Snæfellsnes þar sem ég hélt stutta tölu á fundi þar sem hugmyndir að jarðvangi voru reifaðar. Vann að húsakönnun í Djúpavogshreppi, setti saman hugmyndir varðandi framtíðarskipulag í Reykjavíkurhöfn og ræddi um fyrirhugað Ríkarðssafn á Djúpavogi.

Svo hitti ég góða vini og fjölskyldumeðlimi og var í góðu yfirlæti hjá blessaðri móður minni. Það eina sem örlítið skyggir á ferðina er að mér tókst að týna veskinu mínu ... sannarlega þarft verk ... eða þannig.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband