Föstudagur 11. nóvember 2011 - Vísur og standup

Eftirfarandi vísu söng GHPL grafalvarleg í kaffinu í dag:

Afi minn og amma mín
keyra kassabíl
þau eru bæði sykur og brauð
þangað vil ég fljúga 

Það er eins og textinn hafi eitthvað skolast pínu til í höfðinu á henni, en flutningurinn var mjög glæsilegur í alla staði.

Eftir þennan kveðskap söng hún "Adam átti syni sjö" ... óhætt er að segja að textinn hafi skolast allverulega til í þeim flutningi. Svo mikið að ógerlegt er að hafa það eftir af einhverju viti. 

Á meðan GHPL þvælir út og suður með íslenska texta, reynir bróðir hennar herra PJPL að brölta við að komast upp á lappirnar með sæmilegum árangri. Hann er samt engan veginn búinn að átta sig á hversu ofurvaltur hann er, því hann eftir að hafa halað sig upp með dyggri aðstoð hinna ýmsu hluta, hikar ekki við að sleppa haldreipinu án þess að velta mikið fyrir sér afleiðingunum.

---

Að öðru leyti er allir við hestaheilsu og bara glaðir og fjörugir.

Engin stórkostlega kraftaverk áttu sér stað á þessum merkisdegi 11.11.11 en þó get ég sagt að kl. 11:11:11 lá ég í stutta stofustófanum með fartölvuna í fanginu og vann við endurbætur á grein sem ég er að leggja lokahönd á.

Alveg nauðsynlegt að hafa þetta "dokjumenterað". 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband