Miðvikudagur 9. nóvember 2011 - Ráðstefna í Gävle

Er búinn að vera á ráðstefnu í Gävle í allan dag. Bara skemmtilegt.

Í Gävle er mikið verið að stúdera sálfræðileg áhrif hljóðs og óhætt að segja að margt fróðlegt hafi komið þar fram. Persónulega fannst mér áhugaverðast að hlusta á fyrirlestur um hljóðvist í kennslustofum en rannsóknir hafa sýnt að slæm hljóðvist getur dregið verulega úr námsárangri hjá börnum.

Annars vegar vegna þess að slæm hljóðvist gerir börnum, já og fólki almennt, erfiðara með að heyra orðaskil, þar sem bergmálið þurrkar út samhljóðana og fólk heyrir bara sérhljóðana. Slíkt gefur ekki tækifæri á að skilja nokkurn hlut eins og eftirfarandi dæmi sýnir:

Þ-ð -r -rf-tt -ð sk-lj- þ-ð s-m s-gt -r -f s-mhlj-ð-rn-r -ru þ-rrk-ð-r -t.

Flestir ættu að geta lesið þessa setningu nokkuð auðveldlega en eftirfarandi setningu er alls ekki hægt að lesa og skilja.

-a- e- e--i-- a- --i--a -a- -e- -a-- e- e- -a----ó-a--i- e-- -u---a-i- ú-. 

Þannig að þetta er ein ástæðan.

Hin ástæðan sem nefnd var er að það fer svo mikil orka í að reyna að heyra orðaskil að börn, já og fólk almennt, þreytast miklu fyrr.  Í framhaldinu minnkar fókusinn, eirðarleysi verður áberandi, pirringur, o.s.frv. eykst. 
Það á sér stað sem á fagmálinu heitir "directed attentional fatigue". Og því fylgir minni geta til að stunda nám.

Jæja ekki meira um þetta.

Það var kvöldmatur í boði ráðstefnuhaldara ... og þvílíkt góður matur ... humarsúpa, dádýrasteik og kanil-eitthvað í desert.
Hrikalega gott!! 

Á morgun verður haldið áfram og mun þá síðuhaldari stíga fram á sviðið og segja frá verkum sínum. Sem er auðvitað mjög skemmtilegt!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband