Fimmtudagur 20. október 2011 - Verkefni og brunasár

Í kvöld barst mér póstur sem innihélt afar spennandi verkefni og með honum fylgdi fyrirspurn hvort ég hefði áhuga á að vera aðili að verkefninu ef til þess kæmi.

Verkefnið snýst um að búa til fullkomið tölvulíkan af Uppsala sem hægt væri að nota við hönnun skipulags fyrir bæinn en ekki síður sem umhverfi til að gera umhverfissálfræðilegar rannsóknir. Þetta er risaverkefni sem undir stjórn Berkely-háskóla í Kaliforníu.

Nú er bara að sjá hvort verkefnið verði að veruleika ... en hópur manna hér í Uppsala er í því að reyna að landa því.

---

Að öðru leyti hefur dagurinn farið í greinarskrif og lestur. Ég er að snurfunsa vísindagrein nr. 2 og vona að hún fari bráðum að verða tilbúin. Ræðst dálítið mikið af því hversu mikinn tíma leiðbeinandinn minn hefur.

---

Af öðrum er allt gott að frétta.

Guddan fór í danstíma í dag og neitaði að taka þátt. Sú regla hefur verið við lýði í dansskólanum að foreldrar mega ekki koma inn í danssalinn með tímarnir fara fram. Því kýs GHPL frekar að sitja frammi en að taka þátt.

Lauga ræddi við kennarann eftir tímann og sá gaf grænt ljós á að hún væri inni í tímanum næst.

Annars er þetta nú harla tilgangslaust.

---

Annars varð Syd fyrir því óhappi í kvöld að brenna sig. Hún tróð fingrunum hiklaust ofan í sjóðheitan ost. Fékk blöðrur að launum. Grét og kvartaði merkilega lítið. Eiginlega bara alveg undarlega lítið.

Það sem hún reyndar gerði, sem ég hef aldrei séð áður gert, var að troða höndinni ofan í mjólkurglas. Fyrst tróð hún henni ofan í eigin mjólkurglas. Setti það svo á hliðina en þó með svo snilldarlegum hætti að öll mjólkin fór ofan á matardiskinn hennar. Uppþurrkun var því í algjöru lágmarki.
Í framhaldi af þessu óhappi setti hún höndina bara ofan í mjólkurglas móður sinnar ... eins og ekkert væri sjálfsagðara. Loks fór höndin ofan í vatnsglas.

En kannski er málið bara að setja brunasár ofan í mjólkurglas ... ég veit það ekki ... 

---

Kúturinn er bara hress ... át svolítið af ís í kvöld. Var bara sáttur við það og sofnaði með ísskegg á efri vörinni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband