Þriðjudagur 11. október 2011 - Skilningurinn að aukast

Lærdómurinn í dag hefur verið eftirfarandi: Maður á ekki að gefa fólki ráð óumbeðinn og vera sífellt að pikka í fólk og minna það á skuldbindingar sínar og yfirlýsingar. Allra síst á maður að vera að grautast í fólki þegar það er að vinna í sjálfu sér.

Hitt er svo annað að langi mann til að gefa ráð eða gefa komment þá getur maður sagt að mann langi til að ræða tiltekið mál og spyrja svo hvort áhugi sé fyrir hendi.
Sé áhugi fyrir slíkum umræðum getur maður haldið áfram því þá er það gert á forsendum viðmælandans.
Sé ekki áhugi á slikum umræðum verður bara að bíða nýs tækifæris.

Þetta er nú ekki mjög flókið ... en engu að síður hefur þetta vafist fyrir mér ... heldur betur vafist fyrir mér. Ég hef nefnilega viljað gefa góð ráð og komment þegar mig langar til þess, algjörlega óháð því hvort viðmælandi minn (lesist Lauga í flestum tilfellum) hafi minnsta áhuga á því.

Það sem ég hef svo fattað í dag er að sjálfur þoli ég alls ekki þegar fólk er að dremba á mig ráðum og kommentum þegar ég hef ekki áhuga á slíku. Ekki það að ég hafi ekki haft grun um það lengi ... en í dag þá bara allt í einu sá ég heildarmyndina.

... og það er alltaf gaman að sjá heildarmyndina ...

Það er samkomulag milli okkar Laugu núna að vera ekki að pikka í hvort annað og ekki gefa góð ráð óumbeðin. Niðurstaðan er einföld: Við bæði finnum fyrir miklu andlegu frelsi. Öll samskipti verða léttari og stutt í djókið. Við erum örugglega búin að djóka meira í dag en samanlagt síðustu 10 mánuði.

 Þetta er nú ekki svo lítill lærdómur!

---

Leiðrétting: Í gær var sagt að GHPL kallaði bróður sinn Níels. Það er ekki rétt. Bróðirinn er víst kallaður Míels. Nöfn annarra voru rétt í færslu gærdagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært ráð ... maður verður auðveldlega ráðvilltur af of mörgum ráðum! Og ekki verra að djókið komi með heildarmyndinni

Stjóri (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband