Mánudagur 10. október 2011 - Að skipta um kúrs

Guðrún er köttur þessa dagana, skríður um á fjórum fótum og mjálmar. Reyndar er hún líka hundur af og til. Þá breytist mjálmið í gelt, rétt eins og lög gera ráð fyrir.

Í kvöld tilkynnti hún svo að Palli P. héti Níels og væri api. Sjálf segist hún vera Pippi Långstrump. Mamma hennar er hesturinn og ég er húsið?!?! 

---

Þessa dagana er í gangi hjá mér afskaplega mikil sjálfskoðun ... sem er ansi þörf held ég bara.

Málið er nefnilega að mér hefur fundist hundleiðinlegt að búa í Svíþjóð allt frá því ég kom frá Íslandi í sumar. Ég hef viljað kenna öllu öðru um en sjálfum mér en nú er svo komið að ég hef komist að því að ég sjálfur er mesta vandamálið ... já og eiginlega bara eina vandamálið ...

Ég er að þróa massífa aðgerðaráætlun fyrir sjálfan mig. Aðgerðaráætlun sem byggist á félagslegum samskiptum og húmor ...  og lykilatriðið hér er að áætlunin sé algjörlega á mínum forsendum. Ég hef kynnt Laugu helstu atriðin en hef jafnframt beðið hana um að vísa ekki til þeirra í umræðum okkar og ekki minna mig á þessi verkefni mín þegar ég á einhvern hátt er afundinn.

Þessi vísdómur, þ.e. að maður þurfi að gera svona hluti algjörlega á eigin forsendum er fullkomlega nýr í mínu lífi. Hingað til hef ég haft tröllatrú á að allir eigi að minna alla á þær skuldbindingar sem þeir hafa sett sér ... sú stefna hefur endað í öngstræti.

Og ef leið A er ekki að virka þá er betra að skipta yfir á leið B, í stað þess að glíma endalaust við vonlaus viðfangsefni enda er alveg lífsnauðsynlegt að tilveran fari að verða svolítið skemmtilegri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Like!

Linda (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband