Þriðjudagur 20. september 2011 - Áheyrnarprufa

Skrapp í áheyrnarprufu í kvöld hjá Svenska Showorkestern Phontrattarne og tók þar tvö lög sóló og eitt í kvartett.

Gekk ágætlega með lögin tvö en kvartettinn var út og suður svo ekki sé meira sagt ...

Það gæti verið áhugavert að komast þarna að ... regluleg gigg og svo sýningar í vor og túr suður til Evrópu í sumar. 
Annars er ég alveg hóflega bjartsýnn á að þetta gangi ... það verður gert kunngjört á næstu vikum.

---

Annars hef ég verið að undirbúa fyrirlesturinn fyrir Eindhoven-ráðstefnuna sem verður í næstu viku.  Nokkur atriði þar sem þarf að fara betur yfir ... og það verður gert á morgun ...

---

Aðrir heimilismenn eru bara hressir ...  

Svo gerðist sá merkisviðburður að Guddan borðaði í fyrsta skipti fisk í kvöld ... ég ætlaði hvorki að trúa mínum eigin augum né eyrum.

Stubbi er sem fyrr ákaflega duglegur við át og glittir nú meira að segja í tvær tennur sem munu gera átið auðveldara viðfangs í framtíðinni ef af líkum lætur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband