Sunnudagur 18. september 2011 - Fótbolti

Þá er keppnistímabilinu í fótbolta lokið hér í Upplandi.  Við fengum hlægilega útreið í síðasta leiknum sem fór fram í Knivsta.

Ekki var það vegna þessa að mótherjar okkar væru einhverjir sérstakir snillingar ...

Síðuhaldara tókst þó loks að setja mark í leiknum og það af dýrari gerðinni, en það mark breytti nú engu varðandi leikinn.

Það verður þó að segjast um þennan leik að sennilega hef ég snert boltann oftar í honum en samtals í síðustu þremur leikjum liðsins.  Sverrir vinur minn orðaði það ágætlega um daginn þegar hann sagði það undarlega áráttu hjá liðinu að láta miðjumenn þess vera í hlutverki tennisnets leik eftir leik ... ég held að það segi allt sem segja þarf um leikskipulag liðsins. 

Ég held að það sé ljóst að annaðhvort verða skórnir lagðir á hilluna eða ég mun fara leita mér að öðru liði.
Hugsa nú að hið síðara verði ofan á ... enda engin ástæða sérstök að leggja skónum. 

--- 

 Móttökurnar sem ég fékk þegar ég kom heim eftir kjöldráttinn í Knivsta voru hinsvegar afar góðar ... "hæ, pabbi ... kominn aftur heim til prinsessunnar!!" ... og svo hljóp hún til mín og kyssti í bak og fyrir.

Einhver sem getur toppa þetta?? 

---

Í hádeginu skruppum við fjórmenningarnir, þ.e. Lauga, Guddan, Pípus og ég, í fótbolta.  Pípus tók nú reyndar lítinn þátt en gaf sitt samþykki fyrir aðgerðum með því að sofa og vera til friðs meðan leikar stóðu sem hæst.

Eins og stundum áður fór GHPL á kostum ... var 95% tímans með boltann, gaf helst ekki á aðra og þessi 5% tímans sem hún var ekki með boltann kallaði hún í sífellu "min tur, min tur" sem útleggst á íslensku "nú má ég gera, nú má ég gera".

En í dag skoraði hún sitt fyrsta mark ... svo því sé haldið til haga.

Fótboltinn enda svo skyndilega þegar GHPL átti að fara aftur í peysuna sína sem hún var búin að rífa sig úr.
Því var mótmælt hástöfum en án árangurs og þar með gat þessi fótbolti allur saman bara átt sig ...

Því miður gleymdist myndavélin að þessu sinni en ...

--- 

Guddunni er ýmislegt til lista lagt ... þessa mynd tók hún t.d. fyrir nokkrum dögum

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Hmmm, ég man nú ekki betur en að þú hafir lagt skóna á hilluna í gær og að þeir séu þar enn ... í Knivsta.

Viltu ekkert segja um hvernig leiknefnunni lauk?

Guðmundur Sverrir Þór, 19.9.2011 kl. 07:56

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Mér sé enga ástæðu til að greina nánar frá úrslitum leiksins en get þó sagt að ég hef aldrei tapað svona stórt áður á ævinni ... upplifði þó stórtap 0 - 6 fyrr í sumar í Vallentuna. Lesendur geta svo bara getið í eyðuna ;) .

Rétt er það að skórnir eru í Knivsta ... hvaða bull er það að læsa skóna manns inni á sama tíma og verið er að kistuleggja mann úti á vellinum?

Er þetta ekki hin fullkomna niðurlæging? :D

Páll Jakob Líndal, 19.9.2011 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband