Föstudagur 10. júní 2011 - Að rústa kerru

Þessi dagur fór í það að gefa eina undirskrift.

Já, afrakstur dagsins er að fara til Stokkhólms og fá neyðarvegabréf fyrir blessaðan drenginn, kvitta fyrir og fara heim.

Ferðin hefði á margan hátt getað verið skemmtilegri en það gaf tóninn þegar ég hrasaði við að stíga inn í lestina hér í Uppsala í morgun.  Það verður ekki sagt um þessa lest sem fer milli Uppsala og Stokkhólms að hún sé í fyrsta flokki hvað aðgengismál varðar, en til að komast upp í hana þarf bæði að troðast inn um tiltölulega þröngar dyr og fara upp ein þrjú eða fjögur þrep til að komast upp á mjög þröngan pall en frá honum er svo gengið inn í farrýmið.

Ég tók því kerruna hennar Guðrúnar með hana innanborðs í fangið, eins og ég hef gert þúsund sinnum áður og ætlaði að stökkva inn í lestina, enda vorum við á síðasta snúningi með að ná henni, en þá vildi ekki betur til að vinstri fóturinn á mér fór beint ofan í bilið milli brautarpallsins og lestarinnar.  Ég datt því inn í lestina og ofan á kerruna, og lagði bæði hana og GHPL saman.

Við nánari athugun kom í ljós að einhver járnstöng hafði bognað og eitthvað fleira látið undan ...

... en allavegana ... kerran var í fremur slæmu "ökuástandi" sem er auðvitað frekar óskemmtilegt þegar maður þarf að rúlla henni í fljótheitum á milli staða.

Annað í þessari ferð var í þessum anda ... þannig að skemmtanagildi dagsins var fremur lítið ... því miður því það voru svo sannarlega allar forsendur fyrir öðru.

Það verður bara að gera betur næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband