Þriðjudagur 7. júní 2011 - Guddan 3ja ára

Í dag rann upp sá mikli gleðidagur sem afmælisdagur Guddunnar er ...

Þrjú ár liðin síðan GHPL leit dagsins ljós í Sydney í Ástralíu. Þá var staðan svona ...

Í dag var öldin önnur ...

 

Þetta var ánægjulegur afmælisdagur ... þar sem ýmislegt var brallað ... teknar upp afmælisgjafir og borðuð afmæliskaka.

Veðrið lék líka á alls oddi ... hitinn fór hátt í 33°C í dag, sól og þægileg gola svona til að kæla mannskapinn svolítið.

---

Á þessum tímamótum má fara yfir nokkrar staðreyndir.

1. Guddan er 95,5 cm á hæð og vegur rúmlega 12 kg.

2. Guddan er með æði fyrir prinsessum og fer Öskubuska þar fremst í flokki.

3. GHPL finnst gaman að leika með strumpa og á eftir daginn fimm slíka.

4. Epli eru uppáhaldsávöxturinn og næst koma appelsínur og rúsínur.

5. GHPL finnst skemmtilegast af öllu að horfa á video.

6. Hún hefur komið til 11 landa.

7. Uppáhaldsbókin síðustu misserin hefur verið Prinsessubókin frá Walt Disney, Benni og Bára eru líka töluvert vinsæl.

8. GHPL notar ekki bleyju og hefur ekki gert það í nokkra mánuði.

9. Guddan blandar sænsku og íslensku saman í einn graut, þannig sjaldnast kemur óbrengluð setning út úr henni.

10. Syd Houdini getur verið ansi frek á köflum en nánast undantekningarlaust er þó hægt að tala hana til og ná góðu samkomulagi.

11. Hún ræðir aldrei um bróður sinn öðruvísi en að tala um "litla barnið".

12. Sverrir, Jóndi og Dana eru bestu vinir GHPL og getur hún ekki nefnt eitt þeirra á nafn öðruvísi en hin tvö nöfnin fylgi í kjölfarið.

13. GHPL hefur mikla tilhneigingu til að detta fram úr rúminu sínu á nóttunni.  Rúmfjöl er því nauðsynleg.

14. Syd var geysilega hrifin af Barbapapa í marga mánuði en hefur nú alveg misst áhugann á þeim fígúrum.

15. GHPL kann að fara kollhnís.

16. Guðrún borðar aldrei hafragrautinn sinn á morgnana hjálparlaust.

17. GHPL kallar móðurbróður sinn "sleikjó" af því að hann gaf henni einu sinni sleikjó.  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að leiðrétta það ennþá.

18. Houdini er hrædd við hunda en kann vel við ketti.

19. Guddunni finnst ís afskaplega góður.

20. GHPL kann stundum stafrófið en stundum ekki ... algengasti ruglingurinn er að kalla K X.  Það er eins með tölustafina, stundum kann hún að telja upp að 13 en stundum ekki.  Helsta vandamálið er að muna eftir þremur.

21. Guðrún þekkir þjóðfána Möltu.  Svo kallar hún pólska þjóðfánann "mömmu" og fána Mónakó "Gí".  Veit ekki af hverju.

22. Alltaf þegar Ísland ber á góma segir Guðrún alltaf "Ísland ... hitta fólkið".

23. GHPL finnst ákaflega gaman að dansa ... sérstaklega þegar KISS er spilað. 

---

Hér er svo afmælisvideoið ... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega hamingjuóskir með daginn :-) Bestu kveðjur frá okkur fjölskyldunni.

Linda (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 00:25

2 identicon

Innilega til hamingju með þá litlu! Geirmundur Valtýs er punkturinn yfir i-ið í þessu frábæra myndbandi :)

Stjóri (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 02:36

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kæru vinir - þakka ykkur fyrir kveðjurnar :)

Páll Jakob Líndal, 9.6.2011 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband