Föstudagur 3. júní 2011 - Að njóta ferðinnar

Það hefur svo sannarlega verið blíða hér í dag ... seinnipartinn var hitinn komin í góðar 26°C. Það er afskaplega góður hiti ... Sydney-veður eins og ég kýs að kalla það.

Dagurinn hjá mér hefur verið þéttsetinn vinnu ... fókusinn fer núna í að rita inngangskaflann í doktorsverkefninu.  Er kominn með tvær síður ... af 100.

Það er jafngott núna að vera vel með á nótunum að njóta ferðarinnar en ekki einblína um of á að ná markmiðinu.

Annars má segja að þetta markmiða-tilgangs-njóta ferðarinnar-líða vel-dæmi sé alltaf af skýrast betur og betur fyrir mér.
Það sem ég held að skaði þó þessa umræðu séu allar þessar einföldu kærileysislegu ráðleggingar sem alls konar snillingar eru að bera á torg.

Að innihaldinu til eru þær eitthvað á þessa leið: Til að vera ánægð(ur) með sjálfan þig, þarftu að vera ánægð(ur) með sjálfan þig.

Að fenginni reynslu þarf töluvert meira til en þetta ... maður þarf einfaldlega að átta sig á öðrum hlutum áður en hægt er að ráðast í margt af því sem þessar kæruleysislegu ráðleggingar fela í sér.

Mikilvægasti hlutinn í þessu öllu saman er að átta sig á hlutverki og framlagi "egósins" ... en eins og ég hef áður sagt er egóið einhver mesti, ef ekki mesti, lífsánægjuspillir sem fyrirfinnst.
En um leið og maður áttar sig á egóinu þá fara hlutirnir að skýrast einn af öðrum.

Og þar sem ég hef náð að átta mig töluvert á eigin egói, reynist mér auðveldara að njóta ferðarinnar við ritun þessa doktorsverkefnis míns. 

En nóg um þetta ...

---

Allir heimilismenn er í banastuði ... allt gengur ljómandi vel ...

Annars er ég að fara horfa á video núna ... slæ botninn í þetta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband