Sunndagur 3. apríl 2011 - Guddan stýrir

Í morgun lágu þær mæðgur makindalega í stofusófanum, þar sem sú eldri gaf þeirri yngri jógúrt. Svo kom að því að stubbur neitaði að innbyrða meira og Lauga spurði hvort hún mætti klára upp úr skálinni.

Það var nú meira en auðsótt mál, þannig að Lauga tók til óspilltra málanna.  Í þann mund sem hún renndi niður síðustu dropunum, kom dóttirin aðvífandi og leit ofan í tóma skálina.

"Dugleg!!" sagði hún við móðurina og klappaði henni á vinalega kollinn. "Viltu meira?" bætti hún svo. 
"Nei takk ... en vilt þú meira?"
"Nei."

Svo tók hún skálina, verkaði betur upp úr henni með skeiðinni og lét móðurina klára almennilega upp úr skálinni.  Þegar því var lokið ... "Dugleg!!

---

Við skruppum niður í bæ í dag ... bara svona til að njóta vorblíðunnar og gera eitthvað annað en að vinna.


Hlaupið í göngugötunni ...


Farið yfir Íslandsbrúna


Talað við endurnar á tjörninni

Við komum við á kaffihúsi ... þar sem Guddunni var boðið upp að velja sér eitthvað.

Hún stóð fyrir framan afgreiðsluborðið, studdi fingrinum tilviljanakennt á glerið sem aðskildi hana frá brauðunum og kökunum.  Samfara bendingnum romsaði hún út úr sér einhverju sem gjörsamlega ómögulegt var að skilja.

Lauga horfði á þessar aðfarir og hlustaði á ræðuna, skildi ekkert og spurði því hvort hún vildi fá eitthvað að borða.

Guddan leit þá reiðilega af bakkelsinu á móður sína, studdi höndum á mjaðmir og sagði grútpirruð: "MAMMA!!!  HLUSTAÐU!!!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þú lítur vel út Lauga!! Svo sæt og fín með bumbuna :)Komdu þessu nú til skila til konunnar þinnar :)

Þóra (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband