Föstudagur 11. mars 2011 - Rannsókn og GHPL

Þetta er búið að vera mjög árangursríkur dagur.  

Núna er þriðja og síðasta rannsóknin í doktorsverkefninu mínu að fara af stað eftir helgina.  Mér til aðstoðar við gagnasöfnunina verða tveir sálfræðinemar við Uppsala-háskóla ... raunar eru þeir meira en mér til aðstoðar ... þeir munu sjá alfarið um gagnasöfnunina.

Í Danmörku vinna samstarfsmenn mínir dag og nótt að gerð sýndarveruleikans sem verður notaður í rannsókinni. Þeir eru búnir að búa til tvö hverfi sem þátttakendur í rannsókninni verða beðnir um að ganga um. 

Þetta er mjög spennandi rannsókn, því þetta er fyrsta rannsóknin í heiminum, held ég þar sem áhrif "byggðs umhverfis" á sálfræðilega endurheimt (streitulosun - til einföldunar) er kannað í gagnvirkum sýndarveruleika. 
Þetta verefni er búið að vera í vinnslu síðan í síðla árs 2007 og gríðarlega mikið búið að hafa fyrir því. Og á síðustu vikum hafa bara hlutirnir gengið gríðarlega vel og smollið saman hver af öðrum.
Ég vona svo sannarlega að niðurstöðurnar verði áhugaverðar.

---

Guddan og Lauga komu heim í gær ... gaman að fá þær aftur. 

Svei mér ef Guddan mannaðist bara í Íslandsferðinni.  Hún er búin að vera alveg fjallhress síðan hún kom.


Hér er hún undir stýri á bíl afa síns.


Með Öbbu og Pétri


Með Öbbu langömmu


Hallur móðurbróðir kom færandi hendi með sleikibrjóstsyk. GHPL hafði aldrei fengið svoleiðis fyrr og þótti brjóstsykurinn ekki slæmur.  Þegar hún var búinn með hann, bað hún umsvifalaust um meiri "ís". 

Eftirfarandi myndir eru teknar eftir heimkomuna til Svíþjóðar.


Vaðið í polli á leikskólalóðinni


Í sögulegri búðarferð í Coop núna undir kvöld fór stubbur gjörsamlega á kostum. Hér hangir hann í auglýsingaskilti sem notað var í dágóða stund sem hús.

Og hérna var verið að díla við 4 lítra að mýkingarefni sem teknir voru niður á gólf.

 

Í kvöld sat Guddan svo og horfði á Andrés Önd. 

Eftir dágóða stund bandaði hún út annarri höndinni án þess að líta af skjánum. "Pabbi ... mjólk ... [ekkert svar] ... paaaabbbbbbbiiiii ... MJÓLK!!" 

Stuttu síðar leit hún upp af skjánum. "Ís ... fá ís"
Svo gekk hún áleiðis inn í eldhús og ég fylgdi í humátt á eftir.
Hún sneri sér við. "Pabbi ... sittu" Hún benti mér að fara inn í stofu.
"Ha?!? Ætlarðu ekki að fá ís?"
"SITTU!!" Svo ýtti hún mér inn í stofu og að stólnum. "Sittu!"
Svo fór hún fram og náði sér í ís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottust

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 10:11

2 identicon

jahá!!! langflottust

Abba (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband