Miðvikudagur 9. mars 2011 - Símtal, tölvuleigur og Freddie

Þá eru nú mæðgurnar væntanlegar heim á morgun ... sem er náttúrulega afar notalegt.

Talaði við Laugu í morgun, þar sem mestur tíminn fór í að hlusta á mæðgurnar slást um símann ...

"Já svona láttu ekki svona" "ég vil ogso" "nei, Guðrún, slepptu símanum" [duuuuuu - þ.e. ýtt á takka á símanum] "Ekki fikta!!"

Þetta endaði með því að stubbur fór að orga, þannig að ekki heyrðist mannsins mál ... 

---

Komst að því í gær að það eru til tölvuleigur ... þ.e. fyrirtæki sem leigja út tölvubúnað ... það er augljóslega ekkert nýtt undir sólinni.

Sendi nokkrum þeirra póst til að spyrja um verð því mig vantar tölvu fyrir rannsóknina mína ... er með aðgang að einni en vantar aðra.

Ein leigan bauð mér tölvu til afnota í þrjár vikur ... fyrir litlar 7.500 sænskar krónur auk virðisaukaskatts. Sumsé eitthvað nálægt því að vera 9.500 kall eða rúmlega 170.000 íslenskar krónur.

Á netinu fann ég tölvu til kaups, sem gæti gert sama gagn, á 9.000 sænskar.

Sérkennilegur bissness ... verð ég að segja ...

---

Fór í söngtíma í kvöld ... alveg rosalega skemmtilegt ... það er bara verst hvað þessir tímar eru fljótir að líða.

Maður er varla kominn inn þegar allt er búið.

Við vorum aðeins að vinna meira í Freddie Mercury ... ekki beint ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, enda er það ekkert skemmtilegt.

Jæja nóg í bili ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband