Mánudagur 7. mars 2011 - Að snúa ofan af vonleysi

Það var ekki laust við að maður fylltist hálfgerðu vonleysi í morgun.  Eins og stundum áður settist ég fyrir framan tölvuna og opnaði internetið ... kíkti aðeins á dv.is ...

Þar bar helst fyrir að laun bankastjóra væru að rjúka upp, kaup Skúla Mogensen á MP-banka sennilega með peningum Björgólfs Thors, blogg Jónasar Kristjánssonar um að það væri allt væri á sömu leið og fyrir hrun og síðast en ekki síst að Hells Angels og einhverjir óvinir þeirra væru að yfirtaka allt og alla.

Ég fór nú bara að hugsa um það sem ég er að gera ... hvaða f***ing máli skiptir einhver umhverfissálfræði í þessu samhengi sem um ræðir hér á undan?!?

Maður fær margar fréttir af því að einhver Jón stóri hafi brotið allt og bramlað á einhverju hótel í Frankfurt og Geiri á Goldfinger hafi bara borgað brúsann en minna fer fyrir fréttum af því að Djúpavogshreppur sé búinn að setja náttúruverndarákvæði á um 30% lands í sveitarfélaginu. Jafnvel þó hið síðarnefnda sé stórfrétt á Íslandi.

---

Svo tók ég mig saman í andlitinu ... og fór að hugsa um snillinginn William Clement Stone sem sagðist vera haldinn andstæðuofsóknarbrjálæði ...

Andstæðuofsóknarbrjálæði er það þegar fólk trúir því að heimurinn sé svo hliðhollur því að allt sem gerist, gerist bara í þeim tilgangi að auka velferð þess.  

Einkunnarorð Stone voru: "Ég er frískur, ég er glaður, ég er frábær!" ... og segi maður þetta nokkrum sinnum hátt og snjallt, þá hressist maður bara heilmikið ... sérstaklega ef maður gætir þess að vera "mindful" meðan á athöfninni stendur.  Fyrir þá sem það ekki vita er það að vera "mindful" það sama og beina athyglinni að því sem maður er að segja, finna tilfinninguna ... m.ö.o. að vera í núinu.

---

Svo hef ég síðustu daga verið að æfa mig í því að vera þakklátur ... að þakka fyrir það sem ég hef ... sem er geysilega margt ... á hverjum morgni skrifa ég niður a.m.k. fimm atriði sem ég er þakklátur fyrir og hugsa um hvert atriði í nokkrar sekúndur (mindfulness ;) ).

Ég er þakklátur fyrir að vera læs. Í Mósambík er t.d. 47,8% íbúa ólæs.  Í heiminum voru nærri 800 milljónir manna ólæsir árið 2010. Hér er einungis verið að tala um fullorðna einstaklinga.

Ég er þakklátur fyrir að hafa tækifæri til að gera það sem mig langar til.  Hafa þak yfir höfuðið. Hafa nóg að borða. Að eiga alla þessa frábæru vini.

Að vera heilsuhraustur. Þessu gleymir þessu alltof oft þegar maður er hress en man það þegar einhver óáran hleypur í mann. Hugsa sér hvað það er gott að vera ekki með höfuðverk og hálsbólgu alla daga.

Þakklæti fyrir að eiga Gudduna ... og Laugu ... og fjölskylduna. Öll heimsins auðæfi duga ekki í skiptum fyrir þessa aðila ... ekki einu sinni einu stykki.

---

Í morgun notaði ég þessar aðferðir til að snúa vonleysinu yfir í von og eldmóð ...

... og hef ekki stoppað fyrr en nú undir miðnættið ... ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær færsla sem fær mann til að hugsa ... og þakka fyrir það sem maður hefur! Hafðu það sem best minn kæri.

Stjóri (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 01:26

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Takk fyrir sömuleiðis ;)

Páll Jakob Líndal, 8.3.2011 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband