Sunnudagur 6. mars 2011 - Vinna og gögn

Ţegar mađur býr í blokk kemst mađur ekki hjá ţví ađ heyra nágranna sína rífast viđ og viđ ... í kvöld ţegar ég kom heim úr fótboltanum var veriđ ađ rífast á einhverju máli sem ég kann ekki ađ henda reiđur á.

En ţađ var greinilega dálítill hiti í umrćđunni ...

---

Húsfreyjan á afmćli í dag ... og af ţví tilefni fór ég í mat til Sverris og Dönu í kvöld.  Alveg hreint ljómandi matur og ég át allt of mikiđ.

En ţađ eru nú liđin ár og dagur síđan ég var fjarverandi á afmćlisdeginum hennar ... en svona er ţetta ... lífiđ er óútreiknanlegt ... 

---

Dagurinn hefur fariđ í vinnu ... hér er unniđ endalaust međan mćđgurnar eru á Íslandi.

Áframhaldandi teiknimyndagerđ en auk hennar lagđi ég lokahönd á blađagrein til birtingar í Fréttablađinu og skrifađi einn "abstakt" fyrir ráđstefnu sem halda á í Eindhoven í Hollandi í lok september.  Meiningin er ađ komast ţar inn međ fyrirlestur.

Í gćrkvöldi fékk ég svo frábćran póst sem innihélt gögn sem safnađ var núna nýlega á dag- og göngudeild krabbameinsdeildar Landspítalans.  Ég var svo spenntur ađ sjá hvađ kom út úr ţeim ađ ég vann langt fram eftir nóttu ... og ýmislegt kom í ljós ... ekkert ţó sem hćgt er ađ segja á opinberum vettvangi ađ svo stöddu.

Ţetta verkefni var framkvćmt af spítalahóp samtakanna Umhverfis og vellíđunar, en í ţeim hóp eiga sćti auk mín, Auđur Ottesen ritstjóri og garđyrkjumađur, Hulda Ţórey Gísladóttir iđjuţjálfi og Rut Káradóttir innanhúsarkitekt. 

Verkefniđ sem unniđ er í sjálfbođavinnu hefur veriđ í gangi síđan 5. mars áriđ 2009, ţannig ađ ţađ var vel viđ hćfi ađ fá gögnin í hendurnar 5. mars 2011.  En meira um ţetta síđar ...


Hérna eru einar ađstćđur sem prófađ var í ... myndin er tekin af ljósmyndaranum Páli Jökli. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband