Miðvikudagur 2. mars 2011 - Teiknimyndagerð

Í dag hef ég unnið að því að búa til teiknimynd ... hvorki meira né minna.

Afrakstur dagsins er búinn að vera stórkostlegur. Í það minnsta er ég búinn að læra alveg fullt í dag um teiknimyndagerð.

Lengsta myndin sem ég bjó til í dag var hvorki meira né minna en 3 sekúndur og það tók nú tíma sinn að búa það til ... alveg ótrúlega tímafrekur "prósess". 

 

Þetta er auðvitað meira þrekvirki en orð fá lýst ...

---

Fór í söngtíma í kvöld ... gekk bara ágætlega þrátt fyrir kverkaskít ... háa c-ið steinlá, fullkomlega áreyslulaust, svo dæmi sé tekið.

Skrapp einnig í fótbolta í kvöld ... góð hreyfing þar ... og bara hinn besti bolti.

---

Guðrún átti gullkorn dagsins þegar ég kom heim úr söngtímanum:
"Var gaman í leikskólanum?"

Svona læra börnin það sem fyrir þeim er haft enda er spyr ég hana þessarar spurningar á hverjum degi þegar hún kemur heim af leikskólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man er synir mínir yngri voru mörg gullkornin skráði maður niður,og geymir. Þessa dagana er ég að lesa bók eftir alnafna þinn,bók er heitir:.Hin Fornu Tún.:  gefin út af Landi og Sögu 1974,skemmtileg bók um gamla tíma.

                                                                                                                           Trúlegast finnst mér þið Pálarnir vera skyldir.?

Númi (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 00:16

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Já Númi, við Pálarnir erum vel tengdir ... feðgar nánar tiltekið :)

Páll Jakob Líndal, 3.3.2011 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband