Miðvikudagur 23. febrúar 2011 - GHPL og VIP

Dagurinn í dag hófst með miklum hnerrum hjá stubb við morgunverðarborðið.  

"Blóðnasir, blóðnasir!!" var hrópað með mikilli tilfinningu. Og þrátt fyrir að góðfúslega væri bent á að ekki dropi af blóði væri sjáanlegur héldu hrópin áfram. 

Myndin hér fyrir neðan sýnir "blóðnasirnar".

 

En upp úr þessu fóru sumir að hósta og hóstuðu án afláts ... þessi hósti er búinn að vera til staðar í nokkra daga en aldrei sem nú ...

Það var ákveðið að Guddan yrði heima í dag.

Skömmu síðar var ástandið orðið svona ...

Dálítíð sérstakt með þennan kopp að hann er miklu oftar í hlutverki höfuðfats en því sem honum er raunverulega ætlað.

Reyndar er það svo að höfuð dótturinnar gjörsamlega smellpassar ofan í koppinn ... þannig að ...

---

Svo leið dagurinn við lestur bóka og hvíld ... já og smá eltingaleik ...

Við skruppum líka nokkar ferðir niður í þvottahús enda að þvo stórþvott.

Lauga kom svo heim og upp úr því gerðist þetta ...

 

Guðrún segist vera "kúl" þegar hún er með sólgleraugun ... 

---

Já og talandi um að vera kúl ...

Ég rakst á alveg dásamlega frétt í dag af stelpum sem eru að fara að halda svokallað VIP-partý. Fyrir þá sem það ekki vita eru VIP-partý, partý þar sem allt fræga fólkið kemur saman og sauðsvörtum almúganum er ekki hleypt inn.  Samkvæmt fréttum eru ekki allir á eitt sáttir við að fá ekki að vera með VIP-fólkinu.

Það sem þó vakti alveg sérstaka athygli mína í þessari frétt er að það er hægt að panta sérstök VIP-borð í VIP-partýinu.
Ég er greinilega nógu mikill þorskhaus til að vita ekki og skilja alls ekki til hvers maður pantar svoleiðis borð ... hvað gerist eiginlega við þessi borð?!?

Það er flott að vera boðinn í VIP-partý, það er ljóst ... en ef maður situr við VIP-borð í VIP-partýinu þá hlýtur maður að vera alveg ótrúlega mikið VIP ...

Ég væri alveg rosalega mikið til í að vita þetta ...  

--- 

Í kvöld náði GHPL að kreista út að fá að horfa á video ... eftir að hafa suðað í allan dag ...

Ég hef hinsvegar tekið þann pól í hæðina að fara "erfiðu" leiðina þegar hún er veik heima og leyfa henni ekki að horfa á video ...

... vil frekar að við leikum saman eða hún hafi ofan af fyrir sjálfri sér með öðrum hætti ...  

En dagskráin í kvöld var á þessa leið ... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott að hafa þess handa stelpuni minni þegar hún kemur í heimsókn til afa og ömmu í næstu viku

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband