Mánudagur 21. febrúar 2011 - Sönglög Guddunnar

Jæja ... þá er ég búinn að útbúa tvö þrívíddarmódel fyrir rannsóknina mína. Gerð þessara módela er nú kannski ekki alveg það alskemmtilegasta sem ég hef tekið að mér ...

... en niðurstaðan verður þeim mun meira spennandi ... :) 

---

Hér er eins og svo oft áður allt í góðum málum ...

Guðrún er í miklu söngstuði þessa dagana.  Hún syngur:

Gamli Nói, gamli Nói,
keyrir kassabíl,
hann kann ekki að poppa,
lætur poppið hoppa.
Gamli Nói, gamli Nói
keyrir kassabíííííílllll!

Afi minn og amma mín,
út á Bakka búa,
er að mjólka ána sín,
þangað vil ég fljúga. 

Svo syngur hún sænskt lag. Hún syngur:

Nu lämnar vi trumman til mamma
och medans hun spelar vi sjunga så här;
Goddag, goddag, hur mår du idag,
vi hoppas du mår bra! 

Nu lämnar vi trumman til pabba
och medans han spelar vi sjunga så här;
Goddag, goddag, hur mår du idag,
vi hoppas du mår bra! 

Nu lämnar vi trumman til Gííííí
och medans hun spelar vi sjunga så här;
Goddag, goddag, hur mår du idag,
vi hoppas du mår bra! 

(Lausleg íslensk þýðing:
Núna látum við XXXX fá trommuna,
og á meðan hann/hún spilar þá syngjum við;
Góðan daginn, góðan daginn, hvernig hefurðu það í dag,
við vonum að þú hafir það gott!)  

Eins og getið er um í textanum leikur tromma stór hlutverk því sá sem nefndur er í hvert sinn á að slá trommuna meðan sungið er.
Dóttirin gengur því um íbúðina með litla plastdós og tvo spítuprjóna, sem fengust á asíska veitingastaðnum sem við förum stundum á, og lætur réttan aðila tromma.  Sumsé, alveg eins og á að gera! 

Hér er stubbur í Gränby Centrum í gær ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband