Miðvikudagur 1. desember 2010 - Frosthörkur, sannleikur, rokk og ról

Vá ... árið 2010 er bráðum á enda runnið ... það er óhætt að segja að tíminn fljúgi ...

---

Verð að minnast aðeins á veðrið hér í Uppsala ... bara stutt ...

Í morgun þegar ég fór með Gudduna í skólann ... hitastig -23°C!!

Þetta er náttúrulega bara alls ekki hægt!

Einn leikskólakennarinn sagði mér að í uppsiglingu væri, skv. upplýsingum frá fróðu fólki, mesti kuldavetur í manna minnum.
Hitastig dagsins lofar að minnsta kosti góðu ... ;)

Við Lauga spyrjum okkur hvort ekki sé réttara að færa sig eitthvert annað á jarðkringluna á þessum árstíma ... í alvöru ... 
Ég sakna að minnsta kosti veðurblíðunnar í Ástralíu ... svo mikið er víst ...

Jæja, ... nóg af væli ... 

Fór í söngtíma í kvöld ... alveg hrikalega gaman.
Kennslukonan er líka svo svakalega ánægð með mig.  Fyrir mig er einhvers konar endurfæðing að fara að eiga sér stað ... eftir magalendingu fyrir nokkrum árum.

Reyndar er ég að syngja allt annars konar músik núna en þá ... núna er það bara popp og rokk sem er á stefnuskránni.

Var t.d. að synga Bon Jovi í dag ... Bed of Roses ...
... og þrátt fyrir að það eigi náttúrulega eftir að slípast heilmikið, þá setti ég það bara í vasann í fyrstu tilraun.  Viðurkenni reyndar að ég á aðeins eftir að vinna hæsta tóninn í enda lagsins ... en það kemur ;) ...

Lauga hefur alltaf sagt við mig að mér henti miklu betur að syngja popp og rokk heldur en klassík.  "Það er einhvern veginn miklu meira þú" segir hún ... og það er auðvitað alveg kórrétt hjá henni.  Hún er nefnilega ansi glúrin oft hún Lauga.

Hún fattar hluti um mig oft löngu áður en ég fatta þá sjálfur.  T.d. sagði hún mörgum árum áður en ég fór í sálfræðina í HÍ að ég ætti að skella mér í sálfræði ... það væri eitthvað fyrir mig.
Ég fussaði ...

Í kvöld vorum við svo kíkja á fleiri lög sem ég gæti tekið fyrir ... alveg hrikalega skemmtilegt :) . 

---

Í kvöld horfðum við líka á skemmtilega en í raun mjög athyglisverða mynd ... The Invention of Lying með Ricky Gervais í aðalhlutverki.

Aðalsögusvið myndarinnar er veröld þar sem fólk segir alltaf það sem því finnst ... m.ö.o. það lýgur aldrei.
Samtölin í myndinni verða því oft ansi furðuleg og fyndin.  Þau fá mann til að staldra aðeins við og spá í samskipti fólks svona almennt séð og hvað margt af því sem maður segir, er oft hliðrun á sannleikanum ... mismikil hliðrun þó ... 

En væri heimurinn betri ef allir segðu alltaf nákvæmlega það sem þeim raunverulega finnst?

Þetta er spurningin sem ég tek með mér í draumaheiminn ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband