Þriðjudagur 23. nóvember 2010 - Á að fara að æfa?

Ég er að alvarlega farinn að íhuga að fara að æfa fótbolta aftur.

Það væri nú ekki seinna vænna að fara að rífa fram skóna enda er ég orðinn löggilt gamalmenni þegar kemur að fótbolta.

Ég stefni nú svo sem ekki á neitt stórlið, er meira að spá í liðum í 7. deildinni hér í Uppsala-landi.  Það er lið í nágrenninu sem heitir Vaksala FF.  Ég ætla allavegana að kontakta þá og sjá hvað þeir segja.

---

Annars hefur lítið orðið úr verki í dag því Guddan var heima með nokkrar kommur.

Þegar ég tók á enninum á henni í morgun hugsaði ég að nú væri heimasætan komin með 38,5 en létti mikið þegar ég sá að mér hafði skjátlast um tæpa heila gráðu.  Hitinn reyndist 37,6°C.

Gudda var ákaflega skemmtileg í dag og þá sérstaklega seinnipartinn eftir að hún hafði sofið í næstu þrjá klukkutíma ... sú var hress!!

Hressleikinn var svo mikill að hún gerði bara alls ekkert upp á milli okkar Laugu ... í fyrsta skiptið í svona 40 vikur eða svo ... t.d. ég mátti halda á henni þó svo móðir hennar væri nærri en að auki svaraði hún mér þegar ég talaði við hana og gaf "fæf" þegar ég bað hana um ...

... og það gerist nú ekki á hverjum degi!!!

---

Annars er með hreinum ólíkindum hvað blessað barnið hefur sofið frá því hún lagðist á koddann á föstudagskvöldið.

Mér telst til að það séu um 60 klst sem er meira en 60% þess tíma sem liðinn er uns þetta er skrifað.  Í tilveru Guðrúnar Helgu er þetta svefnhlutfall gígantískt!

---

Á morgun fer ég svo í söngtíma.  Er farinn að hlakka til.  Ætla að fá smá leiðsögn í því að syngja í míkrófón.

 

Hér er svo mynd sem tekin var fyrir nokkrum vikum af gleðigjafa dagsins að spá í tilveruna ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er svo djúp... og glæsileg þessi prinsessa

Abba (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband