Mánudagur 22. nóvember 2010 - Að vera á Akranesi

Uppáhaldsfréttin mín í dag er sú Akraneskaupstaður hafi borgað 96 milljónir fyrir tvö bindi af sögu bæjarins.  "Aðeins" hefur tekið um 23 ár að hrista ritverkið fram úr erminni ... kostnaður á mánuði er því rétt um 350.000 kr.

Það albesta er samt það að enn vantar að skrifa tvö bindi til viðbótar til að sögu staðarins verði gerð sómasamleg skil í rituðu máli. 

Það er nokkuð ljóst að saga Akraneskaupstaðar hlýtur að vera afar mögnuð og flókin ... 

---

Grein nr. 2 fór í yfirlestur í kvöld ... þannig að það mál er þá farið að rúlla fallega.

... og brátt fer langþráður árangur erfiðisins að koma í ljós ...

---

Við Lauga höfum mikið verið að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í lífinu og að leyfa sér að dreyma.

Þessa dagana látum við okkur því dreyma og ræðum saman um drauma okkar í fullri alvöru ...

Og það er merkilegt hvað maður verður einhvern veginn spenntur og stressaður við að ræða draumana.
Þó svo ég hafi sett mér 100 markmið fyrir meira en einu ári og lesi þau yfir og hugsi um þau á hverjum degi, þá er einhvern veginn svo skrýtið að tala um þau.

Draumarnir (markmiðin) verða einhvern veginn svo ljóslifandi og miklu skýrari.  Það hefur verið losað um eitthvað haft ... þeir eru hættir að vera bara hugarfóstur ... þeir eru orðnir hluti að hinu ytra umhverfi, farnir að hreyfa við mólikúlum og hafa áhrif á heiminn.

Þetta eru skáldlegar pælingar :) .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband