Þriðjudagur 12. október 2010 - Að gefa og fá falleinkunn

Dagurinn hófst með því að dóttirin sagðist ætla að fara í sirkus.  Ég spurði hana hvar hún ætlaði að finna sirkus svona í morgunsárið ... 

... það skipti engu máli ... það átti bara að fara í sirkus.

Þrátt fyrir beittan vilja og mikla sannfæringu, endaði dóttirin þó bara á leikskólalóðinni eins og venjulega á virkum dögum.

---

Í kvöld tók hún svo þátt í því að elda matinn ... 

... sem fólst í því að því að hræra egg ...

 

... og "skera niður" papriku.

 

Eftir að hafa "sneitt niður" paprikuna, bauð hún mér að fá bita af öllum sneiðunum, sem ég þáði.  Svo ætlaði hún að smakka sjálf á afraksri "eldamennsku" sinnar, þ.e. á niðursneiddu paprikunni.  Vildi þá ekki betur til en að henni fannst bragðið svo hræðilegt að hún frussaði paprikunni út úr sér og kúgaðist ...

Í kjölfarið þurrkaði hún leifarnar af paprikunni af tungunni með peysuerminni.  

Þar með var ljóst að "kokkurinn" hafði gefið sjálfum sér lægstu mögulegu einkunn fyrir "eldamennskuna".

---

Í kvöld mátti sjá Hollendinga kjöldraga Svía í leik í riðlakeppni EM 2012 ... 4 - 1.  Hörmulegur varnarleikur Svía var klárlega orsök tapsins ...

... þeir fengu þó ekki mark á sig á 3. mínútu eins og Íslendingar (fengu mark á sig reyndar á 4. mínutu ;) ).  Ég átti nú ekki von á öðru en landinn yrði kjöldreginn eftir þá byrjun en annað kom á daginn.

Annars held ég nú að allir fótboltaáhugamenn á Íslandi bíði bara eftir að strákarnir í U-21 taki við keflinu ... svona fyrir alvöru ... 

... það er vonandi að sem flestir þessara stráka festi sig í sessi hjá liðum í sterkustu deildum Evrópu því ef einhver von á að vera um árangur á þessum EM-um og HM-um þá þýðir náttúrulega ekki að vera með lið sem samanstendur meira og minna af leikmönnum sem leika í deildunum í Skandinavíu ... því það eru B eða C klassa deildir.

Að sjálfsögðu er þetta sagt með allri virðingu fyrir þeim mönnum sem spila í Skandinavíu og skipuðu landslið Íslands í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband