Miðvikudagur 29. september 2010 - Skógarferðin

Jæja, ég var að skríða heim úr fótbolta ... fínum bolta ...

Skemmdi samt hjólið mitt á leiðinni í boltann, er ekki ennþá búinn að skila hvernig það gerðist ... það mun sjálfsagt aldrei skýrast ...

---

Við gær skruppum við Guddan í skógarferð ... meðfylgjandi myndband er úr þeirri ferð.

Ferðin var mjög spennandi og óvæntir atburðir áttu sér stað.

Dagurinn hefur verið mjög fínn ... hlaðinn vinnu eins og stundum áður.  

Lauga var í tímum í Stokkhólmi og var ýmist í hlutverki kennara eða nemanda ... fór svolítið eftir því hvernig stóð á hjá hinum "raunverulega" kennara.

Ég hef aldrei vitað til þess að nemandi í kúrsi í háskóla sé gerður að kennara fyrirvaralaust ... einhvern tímann er allt fyrst ... það er óhætt að segja það :) .

Við erum komin með æði fyrir tælenskum mat og fórum aftur og keyptum okkur svoleiðis ... síðast þegar það gerðist sturlaðist dóttirin og faðirinn í kjölfarið ...

Núna var allt annað upp á teningnum ... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Frábært myndband! Henni hefur farið heilmikið fram í að tala stúlkunni. Skondið hvernig hún segir skógur bæði á sænsku og íslensku :) Algjör snúlla!

Lauga er náttúrlega snillingu og kennarinn hefur greinilega áttað sig á því. Ekki spyr ég nú að...

Knús á línuna, þó mest á litlu snótina...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 30.9.2010 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband