Þriðjudagur 21. september 2010 - Að bulla, jarða, kyssa og syngja

Jæja, þá er ég búinn að hlusta á tvo Kastljósþætti í kvöld ... annars vegar þvæluna sem var í kvöld um hvort þingmannanefndin hafi staðið sig í stykkinu og allt það og hins vegar viðtalið við Andra Snæ og Tryggva Herbertsson.

Um þáttinn sem var í kvöld er ekkert um að segja nema það að allir þeir sem eru eldri en 3ja ára sjá flokkadrættina í málinu og það var hláleg að hlusta á Ólöfu Nordal segja að nú þyrfti fólk að henda af sér flokksskykkjunni og ígrunda hjarta sitt. 

Enn hlálegra er að hlusta Bjarna Benediktsson halda uppi vörnum fyrir Ingibjörgu Sólrúnu ...

Um þátt gærkvöldsins er einfaldlega hægt að segja það að Tryggvi Herbertsson var jarðaður í beinni.  Hann átti engin svör og gerði lítið annað en að endurtaka gamla tuggu um að Andri Snær og aðrir sem eru ekki hlynntir stórkarlabrjálæðinu, séu á móti framförum. 

Það er alveg með ólíkindum af hverju það má ekki fara rólegar í þessar virkjanaframkvæmdir ... maður skilur þetta bara ekki ...

---

Að öðru ...

Guddan er í góðu stuði þessa dagana.  Eiginlega er hún er svokölluðu kyssu-stuði, sem felst í því að kyssa allt og alla ... þó sérstaklega ef allt og allir eru ferfætlingar.

Ástandið gæti auðveldlega verið verra en það ... :)

Um daginn birtist í Uppsala-sjónvarpinu "slideshow" með myndum af dýrum ... íkornum, elgum o.s.frv.  Syd kyssti sjónvarpsskjáinn mörgum sinnum þann daginn.

Dýrabókin er líka kysst mikið ... myndir af krókódílum, púmum, rostungum, froskum, fiðrildum og górillum eru kysstar í bak og fyrir. 

Og þess á milli syngur snillingurinn litli "hani, kummi, hundur, hín" í mun "advanseraðri" útgáfu miðað en gert var fyrir hálfum mánuði ... alltaf að læra ...

Reyndar er lítið lag að bætast á listann og er það "Lille gris", sem í flutningi dótturinnar er "Lilla gís".  Þetta ku vera einkennislag Ídu systur Emils í Kattholti.

Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir nákvæmlega einu ári ...  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband